Heiða Björk

Ayurveda sérfræðingur (AP)

Næringarþerapisti (DipNNT)

Glæný bók um AYURVEDA heilsuvísindin.

Fæst í flestum verslunum Pennans.

Verslun Forlagsins að Fiskislóð Reykjavík.

Systrasamlaginu Óðinsgötu 1 Reykjavík.

Um bókina:

Ayurveda, lífsvísindin búa yfir mikilli speki um heilsu, lífsstíl og samhljóm alls. Þessi yfir 5000 ára vísindi eru upprunninn á Indlandsskaga og eru skráð í Veda ritin sem eru með elstu varðveittu ritum mannkyns. Þrátt fyrir aldurinn eru þau iðkuð víða um heim við góðar orðstír. Í þessari bók eru þau útskýrð og gerð aðgengileg með stuttum dæmisögum úr daglegu lífi. Hver og einn getur verið við stjórnvölinn í eigin heilsueflingu með því að velja næringu, hreyfingu og lífsstíl sem hentar.  

· Hver er þín meðfædda líkams- og hugargerð?

· Hvernig á að halda lífskröftunum innra með þér í jafnvægi?

· Hver er orsök sjúkdóma og hvernig þróast þeir?

· Hvað er líkaminn að segja þér, þegar þú finnur fyrir einkennum? Lærðu á tungumál líkamans. Þá er hægt að bregðast við og ná aftur jafnvægi. Áður en léttvæg veikindi þróast yfir í erfiða og jafnvel óafturkræfa sjúkdóma.

Útskýrt er hvernig krydd og jurtir hafa mismunandi áhrif á líkama og huga. Hvernig hægt er að velja fæðu með tilliti til bragðtegundanna sex sem allar þjóna mismunandi hlutverki. Hvernig lífsstíll og æfingar henta hverjum og einum. Því öll erum við einstök og eins meðal er annars eitur. 

Fjölbreyttar uppskriftir að heilandi og bragðgóðum réttum í anda ayurveda.

Ný vefsíða er tekin við

Þar verður opnuð vefverslun með ayurvedavörur innan skamms

www.astogfridur.is

Fyrir frekari upplýsingar, sendið póst á astogfridur@astogfridur.is eða hringið í síma 8650154


 







HVAÐ ER AYURVEDA

ELSTU HEILSUFRÆÐI VERALDAR. HEILDRÆN NÁLGUN Á HEILSUNA.

Ayurveda lífsvísindin

Ayurveda, lífsvísindin búa yfir mikilli speki um heilsu, lífsstíl og samhljóm alls. Þessi yfir 5000 ára vísindi eru upprunninn á Indlandsskaga og eru skráð niður í Veda ritunum, sem eru með elstu varðveittu ritum mannkyns.

Í Ayurveda er áherslan á forvarnir, - hvernig á að halda líkamanum heilbrigðum en einnig eru ítarlegar lýsingar á margvíslegum sjúkdómum og einkennum og upplýsingar gefnar um meðhöndlun.

Ayurveda styðst við margskonar aðferðir við að ná jafnvægi í líkamanum og viðhalda góðri heilsu s.s. mataræði. lífsstíll, unnið með líkamsklukkuna, jurtir, hreyfingu, öndun, hugleiðslu, og skurðaðgerðir. Reyndar má lesa elsta þekkta leiðbeiningarit um skurðaðgerðir í ayurveda textanum sem kallast Sushruta Samhita.

Hugmyndafræðin að baki Ayurveda byggir á frumkröftunum 5 og orkutegundunum 3.

Líkaminn er byggður upp með frumkröftunum 5, Rými, Loft, Eldur, Vatn og Jörð, en virkninni stýra orkutegundirnar þrjár, Vata, Pitta og Kapha.

Hugur og andi hafa áhrif á starfsemi líkamans og líkaminn hefur áhrif á hugann.

Frumkraftarnir 5 birtast í öllum lifandi og dauðum hlutum. Í samræmi við meðfædda líkamsgerð hvers og eins - PRAKRITI - getum við vitað hvaða fæða og lífsstíll hentar viðkomandi til að halda sér í jafnvægi og við góða heilsu. Engir tveir eru eins og því er það mismunandi hvaða tegund af fæðu og lífstíl hentar hverju sinni. Þannig henta köld böð og ketófæði alls ekki öllum né henta reglubundnir chili-réttir og hot yoga alls ekki öllum.

Í vestrænni næringarfræði er sjónum beint að innihaldsefnunum prótein, fita, kolvetni ásamt vítamínum, steinefnum og nú nýlega bættust andoxunarefni við. En í Ayurveda er farið enn dýpra í samsetningu fæðunnar og frumkraftarnir fimm og brögðin sex skipta þar höfuðmáli til að ákvarða hvernig fæðan hentar hverjum og einum.

      Fyrst ayurveda getur gert svo margt fyrir svo marga, og hefur verið iðkað í 5000 ár,- hvers vegna er eru ekki fleiri að iðka ayurveda?  Sannleikurinn er sá að fólk hefur tilhneygingu til að halla sér frekar að nútíma hugtökum og aðferðum,  þar sem  það telur að það sem er nýrra sé betra. Það er aftur á móti ekki alltaf svo eins og dæmin sanna.

Hvernig er ayurveda ólíkt öllum öðrum læknisvísindum?

Í fyrsta lagi viðurkennir ayurveda að hver einstaklingur hefur sína einstöku líkamsgerð og líkamsvirkni auk þess að hafa sína einstöku hugargerð.  Þar af leiðandi, í stað þess að vinna út frá því að líkamsstarfsemi allra vinni á sama hátt, er ayurveda einstaklingsmiðað. Aldrei er hægt að segja að þessi eða hin jurtin eða fæðan virki á sama hátt fyrir alla, eða að ákveðnar æfingar eða lífsstíll virki á ákveðinn hátt og eins fyrir alla. Í öðru lagi, einskorðar ayurveda sig ekki við líkamann og lífeðlisfræði líkamans, heldur tekur til greina allar víddir einstaklingsins, þar með talið andann, tilfinningar, hugsun, atferli, líkama, fjölskyldu, samfélag, umhverfi,  náttúru og kosmíska þætti eins og stöðu himintunglanna.

Eru þetta einhver vísindi?

Mikið af rannsóknum liggja að baki ayurveda fræðunum og er hægt að lesa um rannsóknir í ritrýndum gagnagrunnum og tímaritum hér.

HÉR má lesa nánar um Ayurveda lífsvísindin í viðtali sem Systrasamlagið tók við Heiðu Björk um Ayurveda vísindin.

HÉR má horfa á kynningu á ayurveda lífsvísindunum á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.

HÉR spurningalisti til að greina hver þín meðfædda líkamsgerð er - Prakriti.

HEIÐA BJÖRK

Heiða Björk starfar við heilsuráðgjöf byggða á ayurveda lífsvísindunum og næringarþerapíu. Áður kenndi hún sögu og umhverfisfræði á menntaskólastigi. Hún er með skrifstofu í Skipholti 50b í Reykjavík og tekur þar á móti fólki í heilsuráðgjöf. Hún tekur fólk einnig í ráðgjöf heim til sín í Björkina í Grímsnesinu. Þar er hún stundum með námskeið um ayurveda fræðin eða jóga nidra djúpslökun svo eitthvað sé nefnt.

Menntun

  • Ayurveda Practitioner Framhaldsnám í ayurveda 1000 stundir - 2023

  • Ayurveda Wellness Consultant - 650 stunda nám í Kerala Ayurveda Academy - 2021

  • Yin Yoga - 50 stundir með Bernie Clark - 2020

  • Yoga Nidra námskeið með Rob Stryker - 2020

  • Gong therapy námskeið - vor 2018

  • Second level námskeið í kundalini yoga - vor 2018

  • Yoga Nidra námskeið með Matsyendra - vor 2018

  • Kundalini Yoga kennari - 220 stundir – Útskrift vor 2017

  • Næringarþerapía (Naturopathic Nutritional Therapy) – þriggja ára 1500 stunda nám við Natural Healthcare College á Englandi – DipNNT 2016

  • Nám í efnafræði og líffræði – Canadian College of Naturopathic Medicine 2009

  • Uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands - 2005

  • MA Umhverfisfræði – Universidad Carlos III – 2000

  • Leiðsögumannapróf – Leiðsöguskólinn í Kópavogi - 1996

  • BA Sagnfræði – Háskóli Íslands – 1995

  • Menntaskólinn við Hamrahlíð – 1989

Netfang: radgjof@heidabjork.com
Sími: 8650154
Staðsetning: Skipholt 50b, 2. hæð, og Bjarkarborgir í Grímsnesi.

Hægt er að fá ráðgjöf í gegnum zoom.

 

Tími í ráðgjöf hjá Heiðu Björk felur í sér:

  • Ráðgjöf

  • Samantekt í tölvupósti

  • Uppskriftir og fleiri afhendigögn

  • Stundum bætist við kostnaður vegna jurtalyfja eða bætiefna. (Gæti verið á bilinu 5-15.000 kr.)

  • Mikilvægt er að fara yfir árangur og endurmeta stöðuna þegar um 1-3 mánuðir eru liðnir frá því lagt var af stað með nýtt meðferðarprógram. Gott er að koma tvisvar sinnum í endurkomu til að tryggja góðan árangur af meðferð. Það er þó ekki nauðsynlegt.

Verð:

Fyrsti tími: 24.000 kr (90 mín).

Endurkoma: 15.000 kr (50 mín).

Nánari upplýsingar og tímapantanir: astogfridur@astogfridur.is, Sími: 8650154

FRÆÐSLA

Janúar 2023

Tólf kemísk efni til að forðast í matvælum. Það eru um 10.000 kemísk efni sem notuð eru í matvælaframleiðslu og eru sum þeirra krabbameinsvaldandi, önnur hafa hormónaraskandi áhrif, sum erta meltingarveginn og önnur hafa skaðleg áhrif á frjósemi fólks. Umhverfissamtökin Environmental Working Group hefur tekið saman lista yfir skaðlegustu tólf efnin sem ber að forðast. Lesa Meira.

Janúar 2023

Drulludelarnir tólf og hin hreinu fimmtán. Umhverfisverndarsamtökin Environmental Working Group hafa í mörg ár fylgst með magni eiturefna í grænmeti og ávöxtum og gefa árlega út lista yfir skítugustu tólf og hreinustu fimmtán. LESA MEIRA.

Janúar 2023

Kaffið og ofurkraftarnir. Það hefur lengi verið vitað að sumir þola kaffi illa og kaffisopi að kvöldi til þýðir svefnlítil nótt í framhaldinu. Sumir þola kaffi mun betur. En hvað skyldi valda þessum mun? Ayurveda lífsvísindin eru með skýringu. LESA MEIRA.

Október 2022

Ayurveda og mannfólkið. Við getum verið við stjórnvölinn í eigin heilsu með því að stýra því hvaða krafta við setjum ofan í okkur með fæðunni. Allur matur, drykkur og jurtir er með einhverjar ef bragðtegundunum sex ríkjandi í sér. LESA MEIRA.

Ágúst 2022

Hver er þín líkams- og hugargerð? Öll erum við einstök, og með einstaka samsetningu á dosjunum vata, pitta og kaffa í líkama okkar og huga. LESA MEIRA.


Ágúst 2022

Hvers vegna Ayurveda? Um hvað snúast þessi fornu lífsvísindi og hvers vegna eru þau að öðlast auknar vinsældir á síðustu árum? LESA MEIRA.


Mars 2022

Viðtal við Heiðu Björk um nátturulækningar, ayurvda og fleira, sem birtist í Mannlíf. LESA MEIRA.


Febrúar 2022

Æfingar sem bæta sjón

Ayurveda er með leiðir til að bæta sjón, bæði jurtir til inntöku, olíur til að nudda augun og æfingar. Æfingarnar einar og sér hafa heilmikil áhrif á augun með því að styrkja sjóntaug og vöðva í augum. LESA MEIRA.


Febrúar 2022

Hvers vegna Ayurveda heilsu- og lífsvísindin?

Vinsældir Ayurveda fræðanna hafa aukist  síðustu ár og í flestum löndum er boðið uppá ayurveda ráðgjöf, ayurveda meðferðir og jafnvel panchakarma, - læknismeðferðina sérhæfðu sem nota þarf þegar líkamsstarfsemin er komin í mikið ójafnvægi. LESA MEIRA…


Febrúar 2021
Spjall um AYURVEDA lífsvísindin og hinar meðfæddu líkams- og hugargerðir okkar.
Viðtal við Heiðu Björk um reglulega hreinsun líkama og anda og um Ayurveda fræðin, sem eru lífsvísindi sem hafa verið stundum meðal menningarþjóða á Indlandsskaga í yfir 5000 ár. Ayurveda spítalar eru starfræktir á Indlandi, Bandaríkjunum og víðar og er árangurinn oft stórkostlegur. LESA MEIRA


Október 2020
Ilmkjarnaolíur - örugg notkun.

Vaxandi vinsældir ilmkjarnaolía undanfarin ár, hafa haft í för með sér aukna þörf á fræðslu um ábyrga notkun þeirra. Þær ilma unaðslega og geta veitt þeim sem notar, margvíslega vellíðan. Unnið gegn bakteríum, hjálpað örum að gróa, aukið einbeitingu eða hjálpað til við slökun. En, krafturinn í olíunum er um fimmtíu til hundraðfaldur á við olíurnar eins og þær birtast í plöntunni sjálfri. Það segir sig sjálft að styrkurinn getur gert lifrinni erfitt fyrir, truflað virkni lyfja og verið mjög ertandi fyrir viðkvæma húð. Enda mörg skráð dæmi um skaða sem hefur hlotist af óábyrgri notkun s.s í vélinda, munnholi á húð o.s.frv. LESA MEIRA.


Febrúar 2019
Eru tengsl á milli offitu og eiturefna?

Offita stafar ekki af of mörgum kaloríum einum saman og of lítilli hreyfingu. Í offituvísindum er athyglinni beint í síauknum mæli að öðrum þáttum sem einnig skipta máli s.s. skorti á svefni, líkamsklukkunni okkar, tilfinningaálagi, þarmaflórunni, ákveðnum lyfjum og síðast en ekki síst er nú verið að skoða uppsöfnun eiturefna… LESA MEIRA


Maí 2018
Hvaða máli skiptir þarmaflóran? 

Þúsundir örvera búa í þörmum okkar og hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna. Þessar örlitlu verur eru ábyrgar fyrir stórum hluta af ónæmiskerfi okkar svo eitthvað af hinum mikilvægu störfum þeirra sé nefntLESA MEIRA

 

Janúar 2018
Góðar matarvenjur. 

Samband okkar við matinn er oft á tíðum óheilbrigt. Hér eru góð ráð frá Institute for the Psychology of Eating. LESA MEIRA.
 

Mars 2017
Hægðatregða er ekkert grín.  Losar þú daglega?

Æskilegt er að losa hægðir a.m.k. einu sinni á dag. Þó eru margir sem ekki losa líkamann við úrganginn, nema annan eða þriðja hvern dag að jafnaði, og jafnvel sjaldnar. Enn aðrir ná að losa daglega, en með svo miklum harmkvælum að hjálp hægðalosandi lyfja þarf til.   Hvaða máli skiptir það hversu oft við losum hægðir og hvað er hægt að gera til að koma reglu á þær?  LESA MEIRA

 

Nóvember 2016
Síendurteknar ennis- og kinnholubólgur. Hvað er til ráða?
Þetta er hvimleiður vandi og oft byrja sýkingarnar sem eyrnabólgur og endalaust hor í nös strax í æsku. Mataræði og hreyfing geta haft mikil jákvæð áhrif á of mikla slímmyndun...LESA MEIRA.

 

Nóvember 2016
Sólarsvelti Íslendinga, raunverulegt vandamál.
Flest finnum við fyrir betra geði og fleiri brosum á meðan sólin skín en í svartasta skammdeginu. En hversu mikil áhrif hefur sólin í raun og veru? Í eftirfarandi viðtali sem birtist í Nýju lífi í september 2016, kemur í ljós að skortur á sólarljósi getur haft margvísleg neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu....LESA MEIRA.


 

Nóvember 2016. 
Tíu ár liðin og enn i bata. Sagan af drengnum sem var með Tourette´s taugaröskun, ADD, þráhyggju og félagskvíða. 

Drengurinn okkar greindist með Tourette´s  9 ára gamall. Einkenni hans voru slæm og komu m.a. í veg fyrir að hann gæti gengið mikið meira en í 5-10 mínútur samfellt vegna krampa í mjöðmum og höfuðreiginga, og námsgetu hrakaði.  Þegar læknirinn hans sagði tíma kominn á að prófa hvort lyf gætu hjálpað, ákváðum við að fara aðra leið og breyta mataræði drengsins og lífsstíl og um tveimur mánuðum síðar voru allir kækir horfnir...Lesa Meira.

 

Október 2016:

Svefntruflanir hrjá marga. Ýmislegt er hægt að gera til að bæta ástandið. 
Margt þarf að hafa í huga þegar glímt er við svefnörðugleika, t.d. mataræði, hvenær við borðum, birta og bætiefni... Lesa Meira.

 

Október 2016:

Magasýran er Mega-Góð! - Um meltingartruflanir vegna of lítillar magasýru -
Brjóstsviði, bakflæði og meltingartruflanir eru daglegt brauð alltof margra Margir taka magasýrubindandi lyf að staðaldri en eru þó aldrei nægilega góðir af brjótstsviðanum. Auðvelt er að prófa náttúrulegar leiðir til að vinna á þessum leiðinlegu kvillum og gefa magasýrulyfjunum frí, a.m.k. á meðan tilraun stendur yfir...LESA MEIRA. 

 

Júni 2016:

Is sunlight more helpful than harmful for our mental and physical health?

Introduction
For many years people have been warned about the dangerous effects of sunlight, such as premature skin aging, eye damage and skin cancer. They have been encouraged to stay away from direct sunlight...
 LESA MEIRA

 

Ágúst 2008:

Tourette´s - bati án lyfja.
Sonur okkar, sem varð 10 ára í nóvember 2006, greindist með Tourette í janúarbyrjun sama árs. Þá var liðið um hálft ár frá því við foreldrar hans höfðum orðið vör við hljóð í hálsi... LESA MEIRA

 

NÁMSKEIÐ

Hausthreinsun og endurræsing í anda Ayurveda heilsufræðanna - 14 - 20 sept.

Í Ayurveda lífsvísindunum indversku er lögð áhersla á hreinsun og endurræsingu líkama og huga við árstíðaskipti. Þessi vikulanga hausthreinsun styrkir heilunarmátt líkamans og gefur aukna orku. Þetta er engin fasta, heldur nærandi og góðar máltíðir þrisvar sinnum á dag. LESA MEIRA

Kvennadekur í sveitinni - Dagsnámskeið

Þrjár dagsetningar í boði: 15. og 18. júlí og 13. ágúst frá 10-15

Ayurveda lífsvísindin búa yfir miklum fróðleik um heilsu kvenna. Á þessu námskeiði verður fjallað um margvísleg atriði og heilsutips sem geta gagnast konum. LESA MEIRA.

Ayurveda á Akureyri helgina 15-16. apríl.

  1. Ayurveda dekur og fræðsla, dagsnámskeið, LAUGARDAGINN 15. APRÍL frá 10-17. Þátttakendum verður hjálpað við að greina sína líkams- og hugargerð og síðan fjallað um það hvað hentar hverjum og einum. Einnig verður fjallað um grundvallarhugtök í ayurveda, áhrif krydda í matseld… LESA MEIRA

  2. Ayurveda og meltingin. Námskeið á SUNNUDAG, 16. APRÍL frá kl. 10-13. Meltingin verður skoðuð með augum ayurveda og hvað það er sem styrkir meltinguna og hvað skaðar hana. Grundvallarhugtök ayurveda verða útskýrð með höfuðáherslu á meltingar- og efnaskiptaeldinn agni. LESA MEIRA.

AYURVEDA 101 - Jurtirnar, kryddin og brögðin 6.

Haldið í Systrasamlaginu, Óðinsgötu 1, 27. febrúar kl. 17:30-20:00

Farið verður í saumana á því hvernig við getum létt okkur og lífið í gegnum lækningajurtir, krydd og mat með tilliti til hverrar líkamsgerðar.  Hugmyndir um heilunarmátt krydda og jurta í ayurveda fræðunum ganga út á það að hvert innihaldsefni sem notað er í matargerð eða er tekið inn feli í sér  mismunandi eiginleika sem ýta undir heilbrigði mannsins. LESA MEIRA





Ónæmiskerfið og Ayurveda

Aðferðir ayurveda lífsvísindanna verða kynntar

Haldið í Skipholti 50b, 2. hæð, 11. febrúar kl. 13-16:30

Ayurveda lífsvísindin eru elstu heilsufræði veraldar og búa yfir hafsjó af speki til að forða okkur frá veikindum með því að nota fæðu og lífsstíl, nota krydd og lifa í samhljómi við náttúruna. LESA MEIRA



Einstaklingsmiðuð 10 daga ayurveda hreinsun

Verður haldið í samvinnu við Systrasamlagið Óðinsgötu 1, 8. september kl. 17:30-21:00

Heildræn hreinsun á líkama og huga í anda ayurveda lífsvísindanna Indversku. Hefð er að framkvæma svona hreinsun við árstíðaskipti til að núllstilla kerfið svo það virki sem best. LESA MEIRA

Ayurveda: Dekur og fræðsla í Síðumúla 29, Reykjavík

Dagsnámskeið 2. október 2022.
Fjallað er um grundvallar hugtök ayurveda fræðanna indversku og unnið með líkamsgerðirnar. Gerðar verða öndunaræfingar og hugleiðsla og endað á djúpslökun og tónheilun. LESA MEIRA

Ayurveda fræðin í Eyjum.

Dagsnámskeið 28. ágúst 2022.
Fjallað er um grundvallar hugtök ayurveda fræðanna indversku og unnið með líkamsgerðirnar. Gerðar verða öndunaræfingar og hugleiðsla og endað á djúpslökun og tónheilun. LESA MEIRA

Ayurveda: Dekur og fræðsla

14. ágúst, kl. 10-16:30
Dagsnámskeið í Ayurveda með ýmsu dekri s.s. hugleiðslu, djúpslökun, tónheilun og góðri næringu. Verður haldið í Jógahofinu Björkinni í Grímsnesi. Þátttakendum er hjálpað við að greina sína meðfæddu líkams- og hugargerð (Prakriti)… LESA MEIRA



Breytingaskeiðið og Ayurveda lífsvísindin

Laugardaginn 23. júlí, kl 10-17
Breytingaskeiðið fer misvel í konur og margar þjást af svitakófi, svefnleysi, geðsveiflum og fleiri leiðum kvillum. Oft er lausnin sem gripið er til, hormónalyf. En náttúran er með lausn á þessum vanda sem fjallað verður um á 7 klst löngu námskeiði. Horft er á breytingaskeiðið með augum Ayurveda fræðanna…LESA MEIRA


Einstaklingsmiðuð ayurveda vorhreinsun og endurnýjun.

25. april og 2. maí. Fullt var á námskeiðið í mars og verður það því endurtekið í lok apríl. Skráning fer fram á vef Systrasamlagsins.

Allir fá sína persónulegu blöndu af jurtum sem styðja við hreinsun.


Einstaklingsmiðuð ayurveda vorhreinsun og endurnýjun.

7. og 14. mars. Seinni hittingurinn fer fram í gegnum zoom.
Í flestum menningarheimum hefur það tíðkast í gegnum árþúsundin að hreinsa líkamann reglulega - einskonar núllstilling, - til að líkaminn starfi sem best. Þessi vikulanga hreinsun er í anda ayurveda, sem eru 5000 ára gömul lífsvísindi ættuð frá Indlandsskaganum. LESA MEIRA

Allt um meltinguna! Það besta úr Vestrænum og Austrænum vísindum.

megumi-nachev-wZxpOw84QTU-unsplash copy.jpg

18. október kl. 17:30-21:00.
Vestræn næringarþerapía og Austurlensku lífsvísindin Ayurveda eru sammála um það að ekkert er mikilvægara fyrir góða heilsu en öflug melting og upptaka næringarefna. Á þessu námskeiðið verður tínt til það besta úr báðum heimum sem getur styrkt meltinguna og ekki síður hjálpað til við losun úrgangsefna. Námskeiðið verður haldið í samvinnu við Systrasamlagið á Óðinsgötu 1. LESA MEIRA.

Breytingaskeiðið og Ayurveda lífsvísindin.

Laugardaginn 25. september, kl 10-14:30
Breytingaskeiðið fer misvel í konur og margar þjást af svitakófi, svefnleysi, geðsveiflum og fleiri leiðum kvillum. Oft er lausnin sem gripið er til, hormónalyf. En náttúran er með lausn á þessum vanda sem fjallað verður um á 4,5 klst löngu námskeiði. Horft er á breytingaskeiðið með augum Ayurveda fræðanna… LESA MEIRA.

Ayurveda: Dekur og fræðsla,

17. júlí, 21. ágúst og 22. ágúst kl 10:00 -16:00
Dagsnámskeið í Ayurveda með ýmsu dekri s.s. hugleiðslu, djúpslökun og góðri næringu. Verður haldið í Jógahofinu Björkinni í Grímsnesi. Þátttakendum er hjálpað við að greina sína meðfæddu líkams- og hugargerð (Prakriti)… LESA MEIRA

Breytingaskeiðið og Ayurveda lífsvísindin.

29. maí 2021 kl 10-14

Breytingaskeiðið fer misvel í konur og margar þjást af svitakófi, svefnleysi, geðsveiflum og fleiri leiðum kvillum. Oft er lausnin sem gripið er til, hormónalyf. En náttúran er með lausn á þessum vanda sem fjallað verður um á 4 klst löngu námskeiði. Horft er á breytingaskeiðið með augum Ayurveda fræðanna… LESA MEIRA.

AYURVEDA HREINSUN Í MARS.

Vorhreinsun og endurnýjun í anda Ayurveda. Tvö kvöld, 15. og 22. mars, á zoom í samstarfi við Systrasamlagið. LESA MEIRA.


LÍFSTÍLSKAFFI - Undraheimur ilmkjarnaolíanna. Gerðubergi 9. september kl 20. Heiða Björk fjallar um hvað ber að varast við noktun ilmkjarnaolía, hvernig nota má olíurnar í daglegu lífi og hvernig þær virka á líkamann. LESA MEIRA


HUGLEIÐSLA, JÓGA OG DJÚPSLÖKUN, í Grímsnesinu 29. ágúst 2020. Skráning hjá heida@heidabjork.com. Meira.



DJÚSÍ ÞRIGGJA DAGA HEILSUDEKUR FYRIR HORMÓNA OG TAUGAR. 7,8 OG 9. MARS.

Djúsí þriggja daga heilsudekur sem stuðlar að jafnvægi í hormónabúskap og taugakerfi. Við byrjum tímana á stuttri fræðslu um HORMÓNAKERFIÐ s.s. um leiðir til að styðja við skjaldkirtil, nýrnahettur og heiladingul og TAUGAKERFIÐ til að stuðla að meira ró í sinni og skinni, betri svefni og almennt bættri líðan.
Námskeiðið verður haldið… LESA MEIRA

Malaga 2020. Ferðin var blásin af vegna covid.

JAFNVÆGISSTILLING FYRIR LÍKAMA OG ANDA OG STUÐNINGUR VIÐ LIFUR - 2020 ER ÁR JAFNVÆGIS.

Heildræn hreinsun sem tekur 9 daga með tveimur hittingum. Námskeiðið hefst 27. janúar með einum hittingi og síðan hittumst við aftur mánudaginn 3. febrúar. Tveggja vikna eftirfylgni á FB. Þetta námskeið hefur verið vinsælt og er nú með breyttu sniði þar sem eftirfylgnin er meiri. Vísindi Ayurveda verða fléttuð inní í upplýsingar um meltingu og hreinsun líkamans. Námskeiðið verður haldið í Systrasamlaginu Óðinsgötu 1. LESA MEIRA



ÞRIGGJA DAGA DJÚSÍ HEILSUDEKUR FYRIR HORMÓNA OG TAUGAR, 26. 27. OG 28. OKTÓBER 2019

Á þessu dekurnámskeiði verða gerðar æfingar, hugleiðslur og öndunaræfingar sem stuðla að slökun tauga- og hormónakerfis. Hálftíma fræðsla í upphafi hvers tíma. LESA MEIRA



HEILDRÆNT HEILSUDEKUR Í EYJAFIRÐINUM

Heilsudekur yfir helgi í Eyjafirðinum, 27. - 29. september 2019. Haldið í hinu undurfagra Eagles North Kyrrðarhofi. Margir viðburðir og námskeið að velja úr. Kakó seremonía á föstudeginum, námskeið um áhrif næringar og lífsstíls á líkamlega og andlega heilsu á laugardeginum. Heildræn hreinsun líkama og hugar á sunnudag og endað á góðri slökun á sunnudagskvöldið með aðferð Yoga Nidra eftir umfjöllun um það hvernig má bæta svefn og auka slökun í daglegu lífi, m.a. með hjálp öndunar, jurta og bætiefna. LESA MEIRA.




HEILDRÆN HAUSTHREINSUN MEÐ AYURVEDAÍVAFI 16. SEPTEMBER Kl. 18-20:30

tibetskál.jpg

Spilað á tíbetska skál og gong í lok námskeiðs.

Á þessu áhugaverða og árangusríka námskeiði verður fjallað um leiðir líkamans til að losa sig við úrgangs- og eiturefni og skoðað hvað hægt er að gera um leið hvað getur farið úrskeiðis.

Farið verður yfir hvernig best er að hefja nokkurra daga lifrarhreinsun, sem byggir á því að borða áveðinn mat og taka inn viss bætiefni sem styðja við hreinsun lifrarinnar. En um leið er talað um hvaða matur og drykkir gera lifrinni erfitt fyrir. Jafnframt mun ég styðjast við hinn magnaða þekkingagrunn Ayurvedafræðanna sem leggja áherslu á að koma jafnvægi á hugar/líkamsgerðirnar þrjár, vata, pitta og kapha. LESA MEIRA

HEILSUDEKUR AÐ SUMRI - EIN EÐA TVÆR VIKUR 24. JÚNÍ - 5. JÚLÍ

JÓGA NIDRA DJÚPSLÖKUN.

JÓGA NIDRA DJÚPSLÖKUN.

Djúsí heilsudekur fyrir þá sem verða í bænum síðustu vikuna í júní og/eða fyrstu vikuna í júlí. Þú ræður hvort þú kemur í eina viku eða tvær. Fræðslu um næringu og lífstíl er fléttað saman við heilsueflandi æfingar, djúpslökun og hugleiðslu. Djúsar sem bæði hreinsa og styrkja taugakerfi og ónæmiskerfi verða í boði í upphafi hvers tíma. LESA MEIRA.

Jóga og Næring - Upp með heilsuna!
Skráning fer að hefjast á þetta öfluga 6 vikna námskeið sem hefst 22. janúar og lýkur 26. febrúar. LESA MEIRA.

hamaca-morera-casa-rural-ahora.png

Ferð til Spánar á Eco-búgarðinn Casa Rural Ahora í Malaga héraði  1. - 7. júní 2019
Farið verður í göngur um fjöllin og skóginn, farið í jóga á morgnana, slakað með yoga nidra og  Gong tónheilun á kvöldin. Við fáum jafnframt stutta fræðslu um lífrænan búskap bændanna í Ahora, þar sem lífrænn búskapur á appelsínum og  sítrónum er í hávegum hafður. Hreinsandi og slakandi leir- og magnesiumbað og afslappandi nudd. Fræðsluerindi um áhrif næringar á andlega og líkamlega heilsu.  Ljúffengt, hreinsandi og heilandi grænmetisfæði.  Við hittumst í Malaga þann 31. maí og njótum Malagaborgar saman. Förum síðan saman eftir hádegi næsta dag í bíl upp í fjöllin til Casa Rural Ahora. Hver og einn kemur sér sjálfur til Malaga. Byrjað er að taka við skráningum á heida@heidabjork.com.  Hér má lesa nánar um Jógaferðina til Casa Rural Ahora

 

Heillandi hugur-salur.jpg

Jóga og Næring - Upp með heilsuna! Átta vikna námskeið 3.september - 29. október 2018
Fyrra námskeiðið heppnaðist frábærlega og nú á að endurtaka leikinn.  Kennt er tvisvar í viku - mánudaga og miðvikudaga kl.  19-21. Jógatímar í bland við Jóga Nidra djúpslökun og  Gong tónheilun og  heilsufræðslu s.s. þarmaflóruna, eiturefni í umhverfinu, áhrif dagsbirtu og birtu frá skjám, magsaýrur og meltingarensími svo eitthvað sé nefnt. LESA MEIRA

 

Heildræn vorhreinsun fyrir lifur og lund, Systrasamlagið Óðinsgötu 1, 10. apríl kl. 18:45 - 21:30.  UPPSELT. ANNAÐ NÁMSKEIÐ VERÐUR HALDIÐ 12. APRÍL
Nauðsynlegt er að hreinsa til í líkamanum endrum og sinnum og losa sig við úrgangsefni og eiturefni sem safnast upp í vefjum líkamans. Á þessu námskeiði verður fjallað um leiðir líkamans til hreinsunar, hvaðan koma úrgangs- og eiturefnin og punktar afhentir til að styðja fólk af stað í nokkurra daga lifrarhreinsun. Einnig verður rætt um hinn fíngerari lög okkar, sem er hugurinn og hvernig þar þarf að taka til reglulega líka. Í lokin verður 10 mín Gong hugleiðsla sem hreinsar og nærir. LESA MEIRAJógagöngu og heilsuferð í Þjórsárdal, 8. - 10. júní 2018
Hvernig væri að skella sér með okkur í hálendisferð? Okkur finnst alveg tilvalið að hlaða batteríin í fallegri hálendisnáttúrunni, styrkja sig með útijóga, gönguferðum, hugleiðslu, slökun og hlusta inná milli á fræðslu um meltinguna, næringu, lifrina, svefninn, markmiðssetningu, kulnun og fleira. LESA MEIRA...
 

Stutt rabb hjá ,,Bara það besta 2018" sem haldið verður í Bíó Paradís, sunnudaginn 28. janúar. LESA MEIRA.
 

Hádegisfyrirlestur hjá Krabbameinsfélaginu, um áhrif næringar og lífsstíls á heilsu, miðvikudaginn 24. janúar.  LESA MEIRA.


Jóga og næring fyrir andlega upplyftingu - 6 vikna námskeið frá 29. nóv - 7. mars
Á þessu námskeiði verður næringu og jóga fléttað saman í tveggja tíma langa jógatíma. Hver þátttakandi fær að auki einkatíma í næringarþerapíu/næringarráðgjöf. Fræðsla um ýmis atriði sem hafa... LESA MEIRA
 

Áhrif næringar og lífsstíls á andlega og líkamlega heilsu. 24. og 25. október í verslun Systrasamlagsins. (UPPSELT Á BÆÐI KVÖLDIN)
Fjallað verður um: Heilsan býr í kviðnum, þarmaflóran, magasýran, svefninn, sólarljósið...LESA MEIRA


Áhrif næringar og lífstíls á andlega og líkamlega heilsu. 26. september (uppselt) og 27. september

Ævi munnbitans verður rakin frá munni til þarma og staldrað við ákveðin atriði sem tengjast næringu og heilsu s.s. áhrif sólarljóssins og svefnsins á heilsuna, gluten, mjólk og  sykur, hvað hægt er að gera til að bæta stífa liði, kólesterólmagn í blóði, háþrýsting... Lesa Meira

Jógagöngu og heilsuferð að Hvítárnesi á Kili 25-27. ágúst. 
Hvernig væri að skella sér með okkur í hálendisferð? Okkur finnst alveg tilvalið að hlaða batteríin í fallegri hálendisnáttúrunni, styrkja sig með útijóga og gönguferðum, hugleiðslu, slökun og hlusta inná milli á fræðslu um svefninn, meltinguna, næringu og fleira. LESA MEIRA...

Kvöldnámskeið í september frá 19 - 21:30. Nánari dagsetning auglýst síðar. 
Ævi munnbitans verður rakin frá munni til þarma og fjallað um leiðir til að takast á við algeng heilsufarsvandamál og fjallað um leiðir til að halda góðri heilsu fram á elliár... LESA MEIRA

Kvöldnámskeið 6. júní frá 19:00 - 21:30
Ævi munnbitans verður rakin frá munni til þarma og fjallað um leiðir til að takast á við algeng heilsufarsvandamál s.s. háþrýsting, liðabólgur, vindgang, hægðatregðu... LESA MEIRA.

Tveggja daga  námskeið 1. - 2. júní
Námskeiðið verður haldið hjá Endurmenntunarstofnun og er hannað með lífsleiknikennara í framhaldsskólum í huga, en opið öllum fagkennurum á öllum skólastigum, enda er heilsa málefni sem varðar alla nemendur og alla kennara. Námskeiðið heitir ,,Að vera leikinn í heilbrigðu líferni. Áhrif næringar og lífstíls á andlega og líkamlega heilsu." Fjallað verður um atriði sem nauðsynleg eru til að njóta góðrar heilsu og vellíðunar og sem geta haft mikil áhrif á t.d. námsárangur, einbeitingu, minni og andlega líðan. Fjallað verður um meltingarkerfið og hvað getur farið úrskeiðis þar og hvernig mataræði og melting getur ráðið úrslitum í góðri heilsu... LESA MEIRA.

Dagsferð 25. maí 2017
Dagskrá:  Farið með rútu frá Reykjavík inn í Hvalfjörð. Á leiðinni fræðumst við um heilsuna, jóga og svæðið sem við ferðumst um. Farið verður í gönguferðir með útijóga, hugleiðslu og slökun. Hádegisverður og heilsunámskeið verður á veitingastað í Hvalfirðinum og á heimleiðinni verður ganga og hugleiðsla í náttúrunni. LESA MEIRA.

ÉG SKAL OG ÉG GET! Þrjár heilsueflandi vikur 1.- 22. maí
Talið er að þrjár vikur nægi mörgum til að brjóta upp gamlan vana, og skapa nýjan.  Á þessu námskeiði er markmiðið að búa til nýjan vana í meðferð okkar á líkamanum. Víxlverkun er á milli líkama og sálar og sálin nýtur því góðs af góðri umhirðu líkamans.  Í því markmiði munum við stilla okkur inná hreint mataræði í þrjár vikur og fylgja leiðbeiningum og uppskriftum sem stuðla að betri heilsu. Á námskeiðinu er virkni meltingarkerfisins útskýrð og áhrif næringar á heilsu. LESA MEIRA.

Helgarferð 13-14 maí 2017
JÓGAFERÐ Á SNÆFELLSNES
Dagskrá:  Farið með rútu frá Reykjavík á Snæfellsnes og verður leiðsögn og fræðsla um heilsuna, jóga og svæðið sem við förum um á leiðinni. Farið verður í gönguferðir með útijóga, hugleiðslu og slökun báða dagana. Gisting að Lýsuhóli þar sem verður heilsunámskeið, kvöldverður og jóganidra. Áhersla verður á náttúruupplifun, núvitund og hugleiðingar um eigin heilsu, markmið og ásetning. LESA MEIRA.

Dagsferð 20. apríl 2017
Dagsferð í Borgarfjörð. Ganga, jóga, hugleiðsla, slökun, náttúruupplifun, sjálfsefling. Fyrirlestur um næringu og heilsu í hádegisstoppi sem verður í Snorrastofu í Reykholti. LESA MEIRA.

Kvöldnámskeið 19. janúar 2017
Heilsan í öndvegi! Elskum friðinn og strjúkum kviðinn á nýju ári! Fræðsla um helstu atriði í meltingu, næringu og lífstíl sem leiðir til betri heilsu. Gerðar æfingar sem m.a. styrkja sogæðakerfi og smakkað á hollustu eins og Kefir og Kimchi súrkáli.   LESA MEIRA.

menopause.jpg