Logo-01%252B-gegns%2525C3%2525A6tt.jpg

Ást og Friður býður uppá:

 • Næringarþerapíu. Þar er áhersla er lögð á næringu, bætiefni, jurtir og lífsstíl. Ítarlegt heilsuspjall þar sem farið er yfir heilsufarssögu viðkomandi. Ráðgjöf og fræðsla í 90 mín. Panta tíma.

 • Mælingu með VedaPulse heilsugreininum á ,,doshum” líkamans, sem eru líkams- og orkugerðirnar þrjár Vata, Pitta og Kapha. Við erum öll samsett úr þessum þremur orkutegundum í mismunandi hlutföllum. Doshurnar eru mældar ásamt streitu og heildarorku líkamans og fleiru forvitnilegu. Ráð gefin til að koma jafnvægi á doshurnar. Panta tíma.

 • Fyrirlestra og námskeið um heilsutengd málefni.

 • Heilsu-útivistar og jógaferðir til Suður-Spánar.

Til að fá frekari upplýsingar eða panta tíma hjá Heiðu Björk, sendið póst á heida@heidabjork.com eða hringið í síma 8650154

NÆRINGARRÁÐGJÖF

Metingarvegurinn og næringin

Næringarráðgjöfin byggir á vísindalegum rannsóknum á virkni meltingarkerfis og áhrifum næringarefna á líkamann. Um leið er austrænni nálgun á heildræna heilsu beitt. Ég nota ýmsar aðferðir náttúrulækninga samhliða næringarmeðferð, ef ástæða er til, svo sem öndun, slökun og bætiefni.   

Þessi nálgun miðar að því að styðja við náttúrulegt batakerfi líkamans sjálfs til að vinna á margvíslegum einkennum, svo sem brjóstsviða, uppþembu, harðlífi, niðurgangi, liðverkjum, vindgangi, vöðvaverkjum, kolesterol, kinnholubólgum, orkuleysi, einbeitingarskorti, svefntruflunum, háþrýstingi, húðvandamálum og depurð svo eitthvað sé nefnt. 


Næringarefnin verða að vera í jafnvægi til að gefa góða orku yfir daginn og til sjá líkamanum fyrir nauðsynlegum efnum til að halda hinni flóknu starfsemi hans gangandi.  Meltingarvökvar verða að sama skapi að vera nægir svo næringarefnin úr fæðunni nái að meltast og frásogast út í blóðrásina. Margt getur sett meltinguna úr lagi, þar á meðal langvarandi lélegt mataræði og streita en oft þarf ekki mikið til að kippa meltingu í betra far.

Heilsuráðgjöf

Heildstæð næringarþerapía:

 • Fyrsta heimsókn (1,5 klst) 16. 000 kr.

 • Endurkoma (45 mín) 10.000 kr

 • Tilboð: Fyrsta heimsokn og 1 endurkoma 23.000 kr

Fyrsta heimsókn er ítarlegt viðtal sem tekur  um 1,5 klst.  Farið er yfir sögu einkenna, lífstíl og aðstæður til að reyna að komast að kjarna málsins.  Ekki þarf að vera um heilsufarsvanda að ræða, hægt er að koma til að fræðast um næringu og lífsstíl sem forvörn.
Fræðsla fer fram í fyrstu heimsókn, sem síðan er hægt að fylgja eftir með skýrslu sem send er í tölvupósti ef áhugi er fyrir hendi. Verð fyrir skýrslu er 5000 kr.

Endurkoma

Gott er að koma aftur eftir 1-3 mánuði, til að ræða næstu skref. Oft gerist þess þó ekki þörf og margir halda áfram á eigin vegum. Hægt er að senda fyrirspurn í tölvupósti ef spurningar vakna. 

Ayurveda heilsugreinir

 • Fyrsta mæling 10.000 kr

  Staða líkamsorkugerðanna þriggja, Vata, Pitta og Kapha eru mældar og ráð gefin til að koma jafnvægi á. Skýrsla send í tölvupósti. Einnig er skoðað hvernig staðan á meridians er, þ.e. líffærakerfunum tólf. Margt fleira er hægt að skoða s.s. streitu í líkamanum og heildarorku.

 • Endurkoma til að fylgjast með breytingum: 5000 kr

Námskeið eða fyrirlestrar

Hægt er að panta námskeið eða fyrirlestur fyrir hópa. Sem dæmi um efni má nefna ,,meltingarkerfið og hvað getur farið úrskeiðis þar",  ,,Sólin, svefninn og heilsan",  ,,Áhrif streitu á meltingu og efnaskipti." 

Næringarráðgjöfin fer fram í húsnæði Stjórnunar, Ármúla 38. Gengið inn frá Selmúla.

UM HEIÐU BJÖRK

Fædd í Vestmannaeyjum 1967 en flutti burt í gosinu og settist að í Mosfellsbæ. Stundaði frjálsar íþróttir, dans og handbolta á unglingsárunum og átti minn  hest eins og svo margir í Mosfellsbæ. Mikil áhugamanneskja um heimspeki, lífsspeki, útivist, umhverfismál, andleg fræði, heilsufræði hverskonar, trúarbrögð og er forfallinn dýraaðdáandi.  Starfa sem kennari í Fjölbrautaskólanum við Ármúla samhliða heilsuráðgjöfinni og er  öku-leiðsögumaður fyrir spænsku- og  enskumælandi ferðamenn á Íslandi. Áður starfaði ég við ráðgjöf hjá ráðgjafarstofunni Alta, kynningarmál hjá Bændasamtökunum, sem skjalavörður hjá Háskóla Íslands og við kennslu í ferðafræðum hjá Nýja Ökuskólanum. Meðfram námi vann ég lengst af við umönnunarstörf á Reykjalundi í Mosfellsbæ.

Ég hef sjálf glímt við heilsufarsvandamál þar sem næring, lífstíll og jóga hafa haft mikil jákvæð áhrif. Á son sem losnaði við Tourette´s taugaröskun á örfáum mánuðum með breytingu á næringu og lífstíl. Nokkrum árum síðar þegar hann veiktist aftur og læknar stóðu ráðþrota gagnvart verkjum og orkuleysi, náði hann bata með næringu og yoga. Trú mín á áhrif lífsstíls og næringar er því tilkomin vegna eigin góðu reynslu. OFT ER MATUR BESTA MEÐALIÐ.

Menntun

 • Superhealth námskeið til að losna undan ávana og fíkn - vor 2019

 • Gong therapy námskeið - vor 2018

 • Second level námskeið í kundalini yoga - vor 2018

 • Yoga Nidra leiðbeinandanámskeið - vor 2018

 • Kundalini Yoga kennari - 220 stundir – Útskrift vor 2017

 • Næringarþerapía (Naturopathic Nutritional Therapy) – þriggja ára nám við Natural Healthcare College á Englandi – DipNNT 2016

 • Meirapróf (Aukin ökuréttindi) – Nýi ökuskólinn – 2011

 • Nám í efnafræði og líffræði – Canadian College of Naturopathic Medicine 2009

 • Uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands - 2005

 • MA Umhverfisfræði – Universidad Carlos III – 2000

 • Leiðsögumannapróf – Leiðsöguskólinn í Kópavogi - 1996

 • BA Sagnfræði – Háskóli Íslands – 1995

 • Menntaskólinn við Hamrahlíð – 1989

Netfang: heida@heidabjork.com
Sími: 8650154
Staðsetning: Álfhólsvegi 20a, 200 Kópavogi og Heillandi Hugur, Hlíðasmára 14, Kópavogi

Meðlimur í Samtökum Breskra næringarþerapista NNA-UK

 

Tímapantanir sendist á heida@heidabjork.com eða í síma 8650154

 

FRÆÐSLA

 

Febrúar 2019
Offita og eiturefni?

Offita stafar ekki af of mörgum kaloríum einum saman og of lítilli hreyfingu. Í offituvísindum er athyglinni beint í síauknum mæli að öðrum þáttum sem einnig skipta máli s.s. skorti á svefni, líkamsklukkunni okkar, tilfinningaálagi, þarmaflórunni, ákveðnum lyfjum og síðast en ekki síst er nú verið að skoða uppsöfnun eiturefna… LESA MEIRA

Maí 2018
Hvaða máli skiptir þarmaflóran? 

Þúsundir örvera búa í þörmum okkar og hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna. Þessar örlitlu verur eru ábyrgar fyrir stórum hluta af ónæmiskerfi okkar svo eitthvað af hinum mikilvægu störfum þeirra sé nefntLESA MEIRA

 

Janúar 2018
Góðar matarvenjur. 

Samband okkar við matinn er oft á tíðum óheilbrigt. Hér eru góð ráð frá Institute for the Psychology of Eating. LESA MEIRA.
 

Mars 2017
Hægðatregða er ekkert grín.  Losar þú daglega?

Æskilegt er að losa hægðir a.m.k. einu sinni á dag. Þó eru margir sem ekki losa líkamann við úrganginn, nema annan eða þriðja hvern dag að jafnaði, og jafnvel sjaldnar. Enn aðrir ná að losa daglega, en með svo miklum harmkvælum að hjálp hægðalosandi lyfja þarf til.   Hvaða máli skiptir það hversu oft við losum hægðir og hvað er hægt að gera til að koma reglu á þær?  LESA MEIRA

 

Nóvember 2016
Síendurteknar ennis- og kinnholubólgur. Hvað er til ráða?
Þetta er hvimleiður vandi og oft byrja sýkingarnar sem eyrnabólgur og endalaust hor í nös strax í æsku. Mataræði og hreyfing geta haft mikil jákvæð áhrif á of mikla slímmyndun...LESA MEIRA.

 

Nóvember 2016
Sólarsvelti Íslendinga, raunverulegt vandamál.
Flest finnum við fyrir betra geði og fleiri brosum á meðan sólin skín en í svartasta skammdeginu. En hversu mikil áhrif hefur sólin í raun og veru? Í eftirfarandi viðtali sem birtist í Nýju lífi í september 2016, kemur í ljós að skortur á sólarljósi getur haft margvísleg neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu....LESA MEIRA.

 

Nóvember 2016. 
Tíu ár liðin og enn i bata. Sagan af drengnum sem var með Tourette´s taugaröskun, ADD, þráhyggju og félagskvíða. 

Drengurinn okkar greindist með Tourette´s  9 ára gamall. Einkenni hans voru slæm og komu m.a. í veg fyrir að hann gæti gengið mikið meira en í 5-10 mínútur samfellt vegna krampa í mjöðmum og höfuðreiginga, og námsgetu hrakaði.  Þegar læknirinn hans sagði tíma kominn á að prófa hvort lyf gætu hjálpað, ákváðum við að fara aðra leið og breyta mataræði drengsins og lífsstíl og um tveimur mánuðum síðar voru allir kækir horfnir...Lesa Meira.

 

Október 2016:

Svefntruflanir hrjá marga. Ýmislegt er hægt að gera til að bæta ástandið. 
Margt þarf að hafa í huga þegar glímt er við svefnörðugleika, t.d. mataræði, hvenær við borðum, birta og bætiefni... Lesa Meira.

 

Október 2016:

Brjóstsviði, bakflæði og meltingartruflanir eru daglegt brauð alltof margra.  
Brjóstsviði, bakflæði og meltingartruflanir eru daglegt brauð alltof margra Margir taka magasýrubindandi lyf að staðaldri en eru þó aldrei nægilega góðir af brjótstsviðanum. Auðvelt er að prófa náttúrulegar leiðir til að vinna á þessum leiðinlegu kvillum og gefa magasýrulyfjunum frí, a.m.k. á meðan tilraun stendur yfir...LESA MEIRA. 

 

Júni 2016:

Is sunlight more helpful than harmful for our mental and physical health?

Introduction
For many years people have been warned about the dangerous effects of sunlight, such as premature skin aging, eye damage and skin cancer. They have been encouraged to stay away from direct sunlight...
 LESA MEIRA

 

Ágúst 2008:

Tourette´s - bati án lyfja.
Sonur okkar, sem varð 10 ára í nóvember 2006, greindist með Tourette í janúarbyrjun sama árs. Þá var liðið um hálft ár frá því við foreldrar hans höfðum orðið vör við hljóð í hálsi... LESA MEIRA

 

FERÐIR OG NÁMSKEIÐ

HEILDRÆNT HEILSUDEKUR Í EYJAFIRÐINUM

Heilsudekur yfir helgi í Eyjafirðinum, 27. - 29. september. Haldið í hinu undurfagra Eagles North Kyrrðarhofi. Margir viðburðir og námskeið að velja úr. Kakó seremonía á föstudeginum, námskeið um áhrif næringar og lífsstíls á líkamlega og andlega heilsu á laugardeginum. Heildræn hreinsun líkama og hugar á sunnudag og endað á góðri slökun á sunnudagskvöldið með aðferð Yoga Nidra eftir umfjöllun um það hvernig má bæta svefn og auka slökun í daglegu lífi, m.a. með hjálp öndunar, jurta og bætiefna. LESA MEIRA.

JÓGA, SLÖKUN OG ÚTIVIST Í FJÖLLUM MALAGAHÉRAÐS Á SPÁNI 15. - 21. JÚNÍ 2020.

Synt í tæru uppsprettuvatni í Hrægammagljúfri eftir rúmlega klukkustundargöngu.

Synt í tæru uppsprettuvatni í Hrægammagljúfri eftir rúmlega klukkustundargöngu.

Skráning er hafin í aðra ferð til heilsubúgaðsins Casa Rural Ahora á Suður-Spáni, eftir sérlega vel heppnaða ferð í júní síðastliðnum. Aftur verður dvalið á heilsubúgarðinum Casa Rural Ahora og dekrað við líkama og sál. Tækifærið notað til hreinsunar og hlaða batteríin um leið og notið er fagurrar náttúru í góðum félagsskap. Þátttakendur koma sér sjálfir til Malaga og þaðan tökum við rútu saman uppí fjöllin þann 15. júní. Hefjum daginn á jóga, sem hægt er að laga að getu allra. Við ljúkum síðan deginum á leiddri djúpslökun og þess á milli er hægt að fara í göngur, sólbað, busla í ánni, skoða þorpið, fara í nudd, leggjast í leirbað eða hlýða á heilsufyrirlestur. Sjá nanar hér.

HEILDRÆN HAUSTHREINSUN MEÐ AYURVEDAÍVAFI 16. SEPTEMBER Kl. 18-20:30

tibetskál.jpg

Spilað á tíbetska skál og gong í lok námskeiðs.

Á þessu áhugaverða og árangusríka námskeiði verður fjallað um leiðir líkamans til að losa sig við úrgangs- og eiturefni og skoðað hvað hægt er að gera um leið hvað getur farið úrskeiðis.

Farið verður yfir hvernig best er að hefja nokkurra daga lifrarhreinsun, sem byggir á því að borða áveðinn mat og taka inn viss bætiefni sem styðja við hreinsun lifrarinnar. En um leið er talað um hvaða matur og drykkir gera lifrinni erfitt fyrir. Jafnframt mun ég styðjast við hinn magnaða þekkingagrunn Ayurvedafræðanna sem leggja áherslu á að koma jafnvægi á hugar/líkamsgerðirnar þrjár, vata, pitta og kapha. LESA MEIRA

HEILSUDEKUR AÐ SUMRI - EIN EÐA TVÆR VIKUR 24. JÚNÍ - 5. JÚLÍ

JÓGA NIDRA DJÚPSLÖKUN.

JÓGA NIDRA DJÚPSLÖKUN.

Djúsí heilsudekur fyrir þá sem verða í bænum síðustu vikuna í júní og/eða fyrstu vikuna í júlí. Þú ræður hvort þú kemur í eina viku eða tvær. Fræðslu um næringu og lífstíl er fléttað saman við heilsueflandi æfingar, djúpslökun og hugleiðslu. Djúsar sem bæði hreinsa og styrkja taugakerfi og ónæmiskerfi verða í boði í upphafi hvers tíma. LESA MEIRA.

Jóga og Næring - Upp með heilsuna!
Skráning fer að hefjast á þetta öfluga 6 vikna námskeið sem hefst 22. janúar og lýkur 26. febrúar. LESA MEIRA.

hamaca-morera-casa-rural-ahora.png

Ferð til Spánar á Eco-búgarðinn Casa Rural Ahora í Malaga héraði  1. - 7. júní 2019
Farið verður í göngur um fjöllin og skóginn, farið í jóga á morgnana, slakað með yoga nidra og  Gong tónheilun á kvöldin. Við fáum jafnframt stutta fræðslu um lífrænan búskap bændanna í Ahora, þar sem lífrænn búskapur á appelsínum og  sítrónum er í hávegum hafður. Hreinsandi og slakandi leir- og magnesiumbað og afslappandi nudd. Fræðsluerindi um áhrif næringar á andlega og líkamlega heilsu.  Ljúffengt, hreinsandi og heilandi grænmetisfæði.  Við hittumst í Malaga þann 31. maí og njótum Malagaborgar saman. Förum síðan saman eftir hádegi næsta dag í bíl upp í fjöllin til Casa Rural Ahora. Hver og einn kemur sér sjálfur til Malaga. Byrjað er að taka við skráningum á heida@heidabjork.com.  Hér má lesa nánar um Jógaferðina til Casa Rural Ahora

 

Heillandi hugur-salur.jpg

Jóga og Næring - Upp með heilsuna! Átta vikna námskeið 3.september - 29. október 2018
Fyrra námskeiðið heppnaðist frábærlega og nú á að endurtaka leikinn.  Kennt er tvisvar í viku - mánudaga og miðvikudaga kl.  19-21. Jógatímar í bland við Jóga Nidra djúpslökun og  Gong tónheilun og  heilsufræðslu s.s. þarmaflóruna, eiturefni í umhverfinu, áhrif dagsbirtu og birtu frá skjám, magsaýrur og meltingarensími svo eitthvað sé nefnt. LESA MEIRA

 

Heildræn vorhreinsun fyrir lifur og lund, Systrasamlagið Óðinsgötu 1, 10. apríl kl. 18:45 - 21:30.  UPPSELT. ANNAÐ NÁMSKEIÐ VERÐUR HALDIÐ 12. APRÍL
Nauðsynlegt er að hreinsa til í líkamanum endrum og sinnum og losa sig við úrgangsefni og eiturefni sem safnast upp í vefjum líkamans. Á þessu námskeiði verður fjallað um leiðir líkamans til hreinsunar, hvaðan koma úrgangs- og eiturefnin og punktar afhentir til að styðja fólk af stað í nokkurra daga lifrarhreinsun. Einnig verður rætt um hinn fíngerari lög okkar, sem er hugurinn og hvernig þar þarf að taka til reglulega líka. Í lokin verður 10 mín Gong hugleiðsla sem hreinsar og nærir. LESA MEIRAJógagöngu og heilsuferð í Þjórsárdal, 8. - 10. júní 2018
Hvernig væri að skella sér með okkur í hálendisferð? Okkur finnst alveg tilvalið að hlaða batteríin í fallegri hálendisnáttúrunni, styrkja sig með útijóga, gönguferðum, hugleiðslu, slökun og hlusta inná milli á fræðslu um meltinguna, næringu, lifrina, svefninn, markmiðssetningu, kulnun og fleira. LESA MEIRA...
 

Stutt rabb hjá ,,Bara það besta 2018" sem haldið verður í Bíó Paradís, sunnudaginn 28. janúar. LESA MEIRA.
 

Hádegisfyrirlestur hjá Krabbameinsfélaginu, um áhrif næringar og lífsstíls á heilsu, miðvikudaginn 24. janúar.  LESA MEIRA.


Jóga og næring fyrir andlega upplyftingu - 6 vikna námskeið frá 29. nóv - 7. mars
Á þessu námskeiði verður næringu og jóga fléttað saman í tveggja tíma langa jógatíma. Hver þátttakandi fær að auki einkatíma í næringarþerapíu/næringarráðgjöf. Fræðsla um ýmis atriði sem hafa... LESA MEIRA
 

Áhrif næringar og lífsstíls á andlega og líkamlega heilsu. 24. og 25. október í verslun Systrasamlagsins. (UPPSELT Á BÆÐI KVÖLDIN)
Fjallað verður um: Heilsan býr í kviðnum, þarmaflóran, magasýran, svefninn, sólarljósið...LESA MEIRA


Áhrif næringar og lífstíls á andlega og líkamlega heilsu. 26. september (uppselt) og 27. september

Ævi munnbitans verður rakin frá munni til þarma og staldrað við ákveðin atriði sem tengjast næringu og heilsu s.s. áhrif sólarljóssins og svefnsins á heilsuna, gluten, mjólk og  sykur, hvað hægt er að gera til að bæta stífa liði, kólesterólmagn í blóði, háþrýsting... Lesa Meira

Jógagöngu og heilsuferð að Hvítárnesi á Kili 25-27. ágúst. 
Hvernig væri að skella sér með okkur í hálendisferð? Okkur finnst alveg tilvalið að hlaða batteríin í fallegri hálendisnáttúrunni, styrkja sig með útijóga og gönguferðum, hugleiðslu, slökun og hlusta inná milli á fræðslu um svefninn, meltinguna, næringu og fleira. LESA MEIRA...

Kvöldnámskeið í september frá 19 - 21:30. Nánari dagsetning auglýst síðar. 
Ævi munnbitans verður rakin frá munni til þarma og fjallað um leiðir til að takast á við algeng heilsufarsvandamál og fjallað um leiðir til að halda góðri heilsu fram á elliár... LESA MEIRA

Kvöldnámskeið 6. júní frá 19:00 - 21:30
Ævi munnbitans verður rakin frá munni til þarma og fjallað um leiðir til að takast á við algeng heilsufarsvandamál s.s. háþrýsting, liðabólgur, vindgang, hægðatregðu... LESA MEIRA.

Tveggja daga  námskeið 1. - 2. júní
Námskeiðið verður haldið hjá Endurmenntunarstofnun og er hannað með lífsleiknikennara í framhaldsskólum í huga, en opið öllum fagkennurum á öllum skólastigum, enda er heilsa málefni sem varðar alla nemendur og alla kennara. Námskeiðið heitir ,,Að vera leikinn í heilbrigðu líferni. Áhrif næringar og lífstíls á andlega og líkamlega heilsu." Fjallað verður um atriði sem nauðsynleg eru til að njóta góðrar heilsu og vellíðunar og sem geta haft mikil áhrif á t.d. námsárangur, einbeitingu, minni og andlega líðan. Fjallað verður um meltingarkerfið og hvað getur farið úrskeiðis þar og hvernig mataræði og melting getur ráðið úrslitum í góðri heilsu... LESA MEIRA.

Dagsferð 25. maí 2017
Dagskrá:  Farið með rútu frá Reykjavík inn í Hvalfjörð. Á leiðinni fræðumst við um heilsuna, jóga og svæðið sem við ferðumst um. Farið verður í gönguferðir með útijóga, hugleiðslu og slökun. Hádegisverður og heilsunámskeið verður á veitingastað í Hvalfirðinum og á heimleiðinni verður ganga og hugleiðsla í náttúrunni. LESA MEIRA.

ÉG SKAL OG ÉG GET! Þrjár heilsueflandi vikur 1.- 22. maí
Talið er að þrjár vikur nægi mörgum til að brjóta upp gamlan vana, og skapa nýjan.  Á þessu námskeiði er markmiðið að búa til nýjan vana í meðferð okkar á líkamanum. Víxlverkun er á milli líkama og sálar og sálin nýtur því góðs af góðri umhirðu líkamans.  Í því markmiði munum við stilla okkur inná hreint mataræði í þrjár vikur og fylgja leiðbeiningum og uppskriftum sem stuðla að betri heilsu. Á námskeiðinu er virkni meltingarkerfisins útskýrð og áhrif næringar á heilsu. LESA MEIRA.

Helgarferð 13-14 maí 2017
JÓGAFERÐ Á SNÆFELLSNES
Dagskrá:  Farið með rútu frá Reykjavík á Snæfellsnes og verður leiðsögn og fræðsla um heilsuna, jóga og svæðið sem við förum um á leiðinni. Farið verður í gönguferðir með útijóga, hugleiðslu og slökun báða dagana. Gisting að Lýsuhóli þar sem verður heilsunámskeið, kvöldverður og jóganidra. Áhersla verður á náttúruupplifun, núvitund og hugleiðingar um eigin heilsu, markmið og ásetning. LESA MEIRA.

Dagsferð 20. apríl 2017
Dagsferð í Borgarfjörð. Ganga, jóga, hugleiðsla, slökun, náttúruupplifun, sjálfsefling. Fyrirlestur um næringu og heilsu í hádegisstoppi sem verður í Snorrastofu í Reykholti. LESA MEIRA.

Kvöldnámskeið 19. janúar 2017
Heilsan í öndvegi! Elskum friðinn og strjúkum kviðinn á nýju ári! Fræðsla um helstu atriði í meltingu, næringu og lífstíl sem leiðir til betri heilsu. Gerðar æfingar sem m.a. styrkja sogæðakerfi og smakkað á hollustu eins og Kefir og Kimchi súrkáli.   LESA MEIRA.