JÓGA- og HEILSUFERÐ AÐ HVÍTÁRNESI Á KILI
25. - 27. ÁGÚST 2017

Nærandi - Styrkjandi - Slakandi 
Hvitarnes7.jpg

NÚVITUND Í NÁTTÚRU ÍSLANDS; JÓGA, HUGLEIÐSLA OG SLÖKUN 

Mikil streita og álag fylgir oft daglegu lífi og því er nauðsynlegt að passa vel uppá heilsuna. Bæði þá líkamlegu og þá andlegu. Gönguferðir og dvöl á hálendinu er frábær leið til að vinda ofan af sér og hlaða batteríin upp á nýtt. Í þessari ferð er farið inn á Kjöl þar sem finna má orkuna frá hinu gróðurmikla Hvítárnesi og jöklunum í nágreninu og þá sérstaklega frá hinum orkumikla Hofsjökli. 

JÓGA OG HEILSUNÁMSKEIÐ:  Farið er í jóga á morgnana, yfir miðjan dag og á kvöldin. Veðráttan á Íslandi er skemmtilega breytileg og því gefast alltaf tækifæri til jógaiðkunnar á hverjum degi. Jóga er fjölbreytt og því er einnig hægt að aðlaga það breytilegum aðstæðum. Gerðar eru standandi æfingar ef þannig viðrar en oft viðrar vel fyrir sitjandi og liggjandi æfingar. Öndunaræfingar og hugleiðslu er svo hægt að gera í öllum veðrum. Byrjendur jafnt sem vanir geta gert æfingarnar sem koma bæði úr hatha-jóga og kundalini-jóga. Kenndar eru aðferðir sem efla með þér núvitund, vinna gegn streitu og efla og viðhalda innri styrk.

Dagskrá:  Farið með rútu frá Reykjavík að Hvítárnesi á Kili og verður leiðsögn og fræðsla um heilsuna, jóga og svæðið sem við förum um á leiðinni. Farið verður í gönguferðir með útijóga, hugleiðslu og slökun. Gist er í skála FÍ að Hvítárnesi þar sem verður heilsunámskeið (alls 5 klst langt), jógagöngur, jóga og jóganidra. Áhersla verður á náttúruupplifun, núvitund og hugleiðingar um eigin heilsu, markmið og ásetning. 

Föstudagur:

 • Lagt af stað frá Reykjavík með rútu kl. 13.00
 • Stoppað á leiðinni fyrir öndunaræfingu og hugleiðslu
 • Stutt gönguferð fljótlega eftir komu með öndunaræfingu og hugleiðslu 
 • Kvöldverður og inngangur að heilsunámskeiðinu
 • Jóga-nidra fyrir svefninn

Laugardagur:

 • Morgunjóga
 • Gönguferð með jóga (3-4 klst, um 8-10 km) 
 • Heilsunámskeið
 • Síðdegisjóga
 • Kvöldverður 
 • Jóga-nidra fyrir svefninn

Sunnudagur:

 • Morgunjóga 
 • Heilsunámskeið
 • Stutt gönguferð með jógaívafi
 • Heimferð og komið í bæinn um kl. 18.00

Verð:  48.900 kr. 

Innifalið: 

 • Rútuferð í sérrútu og leiðsögn
 • Næringar- og heilsunámskeið
 • Gönguferðir og jóga
 • Gisting í svefnpokaplássi í gönguskála FÍ
 • Kvöldverður báða dagana og morgunverður
 • Jóga í náttúrunni og jóga nidra að kvöldi (inni)
 • Leiðbeiningar um hugleiðslu, öndun og slökun
 • Uppskriftir og fræðslupunktar um næringu og heilsu
 • Áætlunar- og markmiðablöð til sjálfseflingar og stefnumótunar
 • 30% afsláttur af ráðgjöf hjá námskeiðshöldurum (næringarráðgjöf / náms- og starfsráðgjöf)

Skráning  í síma 899 8588 og í tölvupósti til: hronn@thinleid.is eða heida@heidabjork.com

Verðskilmálar: Við skráningu þarf að greiða 10.000 kr. staðfestingargjald og ganga þarf frá greiðslu í síðasta lagi 2 vikum fyrir ferð. Lágmarksfjöldi er 8 manns til að ferð sé farin. Endurgreitt er að fullu ef forföll eru tilkynnt viku fyrir brottför en annars er 50% endurgreitt ef afboðað er minna en viku fyrirvara.  Takmörkuð pláss.

Námskeiðshaldarar: Hrönn Baldursdóttir jógakennari, leiðsögumaður og náms- og starfsráðgjafi og Heiða Björk Sturludóttir næringarþerapisti, leiðsögumaður og umhverfisfræðingur. 

 

Skráning  í síma 899 8588 og í tölvupósti til: hronn@thinleid.is eða heida@heidabjork.com

Námskeiðshaldarar: Heiða Björk Sturludóttir næringarþerapisti, leiðsögumaður og umhverfisfræðingur og Hrönn Baldursdóttir jógakennari, leiðsögumaður og náms- og starfsráðgjafi