JÓGA, útivist, heilsuefling og slökun í fjöllum malagahéraðs á Spáni

Útijóga, gönguferðir, hugleiðslur, jóga nidra djúpslökun, námskeið um meltingu og næringu, heilandi grænmetisfæði, magnesium- og leirbað og ekki má gleyma sólbaðinu!

15. - 21. JÚNÍ 2020

Komdu með í heilsueflandi yoga ferð til Andalúsíuhéraðs á Spáni. Farið verður í göngur um fjöllin og skóginn, jóga á morgnana, yoga nidra djúpslökun á kvöldin. Hreinsandi og slakandi leir- og magnesíumbað og afslappandi nudd. Fræðsluerindi um áhrif næringar á andlega og líkamlega heilsu. Við lítum á þessa viku í fjöllunum sem næringu fyrir líkama og sál, og máltíðirnar því heilsubætandi grænmetisréttir sem bæði eru afar ljúffengir og heilandi fyrir meltingarveginn. Við hittumst í Malagaborg og njótum fegurðar og mannlífs borgarinnar saman eina kvöldstund og förum síðan saman eftir hádegi næsta dag með rútu upp í fjöllin, þar sem heilsubúgarðurinn Casa Rural Ahora er staðsettur. Hver og einn kemur sér sjálfur til Malaga.

Á staðnum eru jógamottur en gott er að koma með eitt létt flísteppi og púða með sér fyrir jóga nidra djúpslökunina á kvöldin. Skipt er um handklæði einu sinni eða tvisvar í viku á herbergjunum. WC pappír og náttúruleg sápa er á baðherbergjunum. það má nefna að sápan er framleidd á staðnum og algerlega laus við aukaefni. Þar sem þetta er svokölluð ,,sveita ferðamennska" eða turismo rural, er ekki sami lúxusinn eins og á hótelherbergjum í borgum. Það er því ekki þrifið daglega og enginn ísskápur inná herbergjum. Þetta er búgarður í miðri náttúrunni, við endimörk þorpsins El Colmenar sem er í Malaga héraði.

Umsagnir frá síðustu ferð:

* Maður upplifir náttúruna i öllu sínu veldi og nærist á likama og sál. Mæli sannarlega með þessari ferð ❤ (Unnur Ósk)

* Yndisleg vika og Heiða svo dedikeruð og fær kennari að það var auðvelt að láta leiða sig bara í gegnum jógað og hugleiðsluna og njóta. (Unnur Birna)

* Mæli heilshugar með þessari ferð. Frábær upplifun, bæði andlega og líkamlega nærandi í yndislegu umhverfi . Heiða er frábær jógakennari og fræðari 🧘‍♀️ (Ingigerður Maggý)

* Mæli sko sannarlega með þessari ferð, var þarna síðasta sumar og það var DÁSAMLEGT!! (Vigdís)

* Þetta var æðisleg ferð...mæli svo mikið með (Theodóra Björk)

* Mæli 100% með þessari ferð. Fór með dásamlegum hóp þarna síðasta sumar. (Rakel Hrund)

* Mæli með þessu. Fór í fyrra og það var frábært. Staðurinn, maturinn, fólkið, jógað kvölds og morgna, göngutúrarnir. (Hrafnhildur Ósk)

Dagskrá:

Dagskrá hefst í jógatjaldinu á mánudegi 15. júní kl. 18:00 með kynningarhring. Kvöldmatur kl. 20:00.

Dagskrá lýkur sunnudaginn 21. júní eftir morgunjóga og morgunverð.

Hver dagur hefst á jóga, hugleiðslu og stuttri slökun í jógatjaldinu frá 8:00 - 9:40

Morgunverður kl. 9:45 - 10:30

Frjáls tími fram að hádegisverði. Stundum farið í göngu. Aðra daga fara þeir í nudd eða leirbað, sem það eiga bókað.  

Hádegisverður kl. 14:00-15:30 (aðal máltíð dagsins)

Frjáls tími fram að kvöldverði. Nudd eða leirbað hjá þeim sem það eiga bókað.

Fræðsla fyrsta daginn: heilsufyrirlestur um áhrif næringar á andlega og líkamlega heilsu og kosti þess að styðja við hreinsun líkamans.  

Kvöldverður kl. 19:30 - 21:00 (létt máltíð s.s. súpa og/eða eldað grænmeti og salat)

Jóga Nidra djúpslökun kl. 21:00 - 22:00

Leiðangursstjórarnir Heiða Björk og Þröstur við Hrægammagljúfur

Leiðangursstjórarnir Heiða Björk og Þröstur við Hrægammagljúfur

Ekki þarf að hafa reynslu af jóga til að taka þátt.

Jógakennari og leiðangursstjóri er Heiða Björk Sturludóttir, leiðsögumaður, umhverfisfræðingur, jógakennari, ayurveda ráðgjafi og næringarþerapisti. Henni til aðstoðar er Þröstur Sverrisson, umhverfissagnfræðingur og leiðsögumaður.

Verð:  1250 Evrur

Verðskilmálar: Við skráningu þarf að greiða 30.000 kr. staðfestingargjald og ganga þarf frá fullri greiðslu í síðasta lagi 4 vikum fyrir ferð. Ekki er endurgreitt ef forföll eru tilkynnt með minna en 4 vikna fyrirvara. Ef afbókað er fyrir þann tíma er öll upphæðin endurgreidd fyrir utan staðfestingargjaldið.

Innifalið: 

  • Jóga á morgnana (að mestu kundalini og yin yoga)

  • Jóga nidra leidd djúpslökun á kvöldin

  • Jógamottur

  • Næringar- og heilsunámskeið (2-3 klst)

  • Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður á meðan á dvöl stendur

  • Te í boði yfir daginn

  • Filterað vatn til drykkjar

  • Gisting í tveggja- og þriggja manna herbergjum með baði.

  • Handklæði, sápa og sængurfatnaður. (skipt um einu sinni á meðan á dvöl stendur eða oftar ef þörf krefur)

  • Eitt leir- og magnesium bað. Hægt er að fara oftar ef vill og greiða þá sérstaklega fyrir það.

  • Einn stuttur göngutúr (um 1 klst), og einn lengri göngutúr (um 3-4 klst með stoppum, að hinu dásamlega fallega Hrægammagljúfri, þar sem hægt er að baða sig í ánni.

Fyrir þá sem verða komnir fyrr til Malaga er hægt að hittast og heilsa sameiginlega upp á nokkra skemmtilega staði og borða saman um kvöldið þann 14. júní. 24

Nánari upplýsingar og skráning  í síma 8650154 og í tölvupósti til:  heida@heidabjork.com