LÍFSVÍSINDIN AYURVEDA - dekur og fræðsla í síðumúla Reykjavík.

Dagsnámskeið í Ayurveda með ýmsu dekri s.s. hugleiðslu, djúpslökun í anda Yoga Nidra, tónheilun með Gong og tónskálum.

Námskeiðið verður haldið 2. október 2022 í Síðumúla 29, Reykjavík. Þátttakendum er hjálpað við að greina sína meðfæddu líkams- og hugargerð (Prakriti) síðan vinnum við með þær upplýsingar og athugum hvað hentar þinni líkams- og hugargerð. ,,Eins meðal er annars eitur”.

Er sjósund kannski málið fyrir þig? Eða ketó, hot jóga, hráfæði, sánaböð, kaffi o.s.frv.

Hvernig styrkir þú meltingar- og efnaskipta eldinn - AGNI-, sem góð heilsa grundvallast á?

Hugmyndafræði Ayurveda verður útskýrð í einföldu máli þar sem frumefnin fimm og dósjurnar þrjár verða útskýrðar ásamt nokkrum lykilhugtökum. Ayurveda er oft kallað systurvísindi jóga, en bæði fræðin spretta úr sama indverska jarðveginum, fyrir mörg þúsund árum síðan.

Fjallað verður um dagsrútínu - Dinacharya - sem er svo mikilvæg til að viðhalda góðri heilsu, áhrif ýmissa matvæla á líkama og huga. Útskýrt hvernig ævi okkar skiptist í þrjú æviskeið sem eru undir áhrifum mismunandi dosja (vata, pitta eða kaffa)

Rætt verður um krydd og áhrif þeirra á virkni líkamans og hvernig við getum notað krydd markvisst til að vinna að betri heilsu.

Kenndar verða ýmsar aðferðir til að róa taugakerfi, bæta meltingu og svefn, örva efnaskipti og minnka hita í líkama ef um hitakóf er að ræða. Umræðan og fræðslan mun að nokkru leiti stýrast af þörfum þátttakenda

Verð 15.000 kr

Til að tryggja sér pláss skal leggja námskeiðsgjaldið inná eftirfarandi reikning og senda staðfestingu á heida@heidabjork.com Skrifa ,,Ayurveda Síðumúla” í skýringu.

Reikningur: 610717-1010 0133 - 26 - 610717

Nánari upplýsingar hjá heida@heidabjork.com eða í síma 8650154

Uppselt var á síðustu námskeið og því um að gera að tryggja sér pláss strax. Það verða ekki fleiri námskeið á þessu ári.

Námskeiðið er jafnt fyrir karla sem konur og ekki þarf að hafa þekkingu á jóga til að vera með.

Heiða Björk er næringarþerapisti (þriggja ára nám í Natural Health Care College Englandi) og ayurveda ráðgjafi (Ayurveda Consultant. Hún er í framhaldsnámi í ayurveda fræðunum og lýkur námi með gráðuna Ayurveda Practitioner um áramót. Hún er í námi í Kerala Ayurveda Academy og verður á Indlandi í október fram í nóvember í starfsnámi í Keralahéraði á Indlandi.

Hér má horfa á hálftíma langan þátt á Hringbraut, þar sem helstu hugtök ayurveda fræðanna eru útskýrð og spjallað við Heiðu Björk.

HVAR: Síðumúli 29, gengið inn um dyr á hægri hlið hússins. Á hurð þar fyrir innan eru mörg nafnspjöld og meðal annarra nafnspjald Ástar og Friðar - Heiða Björk Sturludóttir.

HVENÆR: Sunnudagur, 2. október kl. 10-17.

VERÐ: 15.000 kr.

INNIFALIÐ: Fræðsla, léttar jógaæfingar, slökun og tónheilun. Útprentuð námskeiðsgögn, meltingar- og efnaskipta te (þátttakendur koma sjálfir með nesti eða geta keypt sér hádegismat í nágrenninu. (Hádegisverðar hlé frá 12:15 til12:50), dýnur, púðar, teppi, augnpúðar á staðnum.)