Einstaklingsmiðuð 10 daga ayurveda hreinsun

Hefst 8. september kl. 17:30 - 21:00

Verður haldið í Systrasamlaginu, Óðinsgötu 1.

Skráning fer fram á vefsíðu Systrasamlagsins.

Kennari: Heiða Björk Sturludóttir, næringarþerapisti, ayurveda ráðgjafi og jóga kennari.

Verð 22.000 kr.

Það þarf að hreinsa öll kerfi reglulega

Einstaklingsmiðuð 10 daga Ayurvedahreinsun er námskeið með Heiðu Björk Sturludóttur næringarþerapista sem er útskrifuð í Ayurvedaráðgjöf frá Kerala Ayurveda Academy og Systrasamlaginu. Heiða stundar nú framhaldsnám í Ayurveda fræðunum við sama skóla. Námskeiðið verður einstaklega áhugavert haustið 2022 enda farið dýpra í Ayurvedafræðin en nokkru sinni og hreinsunin aðlöguð að þörfum hvers og eins. Fylgt er mjög skýru, aðgengilegu, notalegu og persónulegu plani frá degi til dags. En áður en lagt er af stað mun Heiða eiga stutt samtal við hvern þátttakanda, því mismunandi ástand líkama og hugar hjá hverjum og einum krefst mismundi jurta sem notaðar eru við hreinsunina.

Ayurveda hreinsunin er hressandi leið til að hefja nýtt tímabil og alveg
einstaklega orkugefandi enda má segja að þessi fornu fræði búi yfir bestu hreinsunarþekkingu sem völ er á.
Hreinsun meltingarkerfisins hefur reynst mörgum vel við að vinna á liðverkjum, höfuðverk, svefnvandamálum, húðvandamálum og að sjálfsögðu líka meltingarvandamálum. Meltingarfærum er gefinn friður til að endurnýja og hreinsa og nokkurnveginn núllstilla kerfið til að það fari að vinna rétt. Þessu er kannski hægt að líka við það þegar tölvan er farin að hægja á sér og frjósa. Þá lokum við öllum gluggum og endurræsum.

Námskeiðið fer fram um síðdegi frá 17:30 til 21:00 fimmtudaginn 8. september í Systrasamlaginu. Eftir kvöldið höldum við hópinn á facebook á meðan hreinsun stendur. Jafnframt getið þið varpað spurningum á Heiðu Björk í tölvupósti meðan á hreinsun stendur.
Gaman er að segja frá því að fljótlega í framhaldi af þessu námskeiði heldur Heiða til Indlands í starfsþjálfun hjá Health Village klínikinni í Kerala héraði og Ayurvedagram klínikinni í Bengalore borg, sem rekin er af Kerala Ayurveda Academy. Þar mun hún dvelja næstu mánuði.

Takmörkuð pláss í boði. 

Nánari upplýsingar  í síma 8650154 eða heida@heidabjork.com