LÍFSVÍSINDIN AYURVEDA - dekur og fræðsla.

Dagsnámskeið í Ayurveda með ýmsu dekri s.s. hugleiðslu, djúpslökun og góðri næringu. Verður haldið í Jógahofinu Björkinni í Grímsnesi. Þátttakendum er hjálpað við að greina sína meðfæddu líkams- og hugargerð (Prakriti) síðan vinnum við með þær upplýsingar og athugum hvað hentar þinni líkams- og hugargerð. ,,Eins meðal er annars eitur”.

Er sjósund kannski málið fyrir þig? Eða ketó, hot jóga, hráfæði, sánaböð o.s.frv.

Hvernig styrkir þú meltingar- og efnaskiptaeldinn - AGNI-, sem góð heilsa grundvallast á?

Fjallað verður um dagsrútínu - Dinacharya - sem er svo mikilvæg til að viðhalda góðri heilsu, áhrif ýmissa matvæla á líkama og huga. Kenndar verða ýmsar aðferðir til að róa taugakerfi, bæta meltingu og svefn og minnka hita í líkama ef um hitakóf er að ræða. Umræðan og fræðslan mun að nokkru leiti stýrast af þörfum þátttakenda

Verð 16000 kr

Nánari upplýsingar og skráning hjá heida@heidabjork.com eða í síma 8650154

Fullt var á námskeiðinu 17. júlí.

Uppselt er á námskeiðið 21. ágúst og verður námskeiðið endurtekið 22. ágúst. Uppselt.

Jógahofið Björkin, Bjarkarborgum í Grímsnesi. Fjarlægðin er 50 mínútna akstur frá Olís við Rauðavatn.

Jógahofið Björkin, Bjarkarborgum í Grímsnesi. Fjarlægðin er 50 mínútna akstur frá Olís við Rauðavatn.

 
Frá námskeiðinu 17. júlí. Dásamlegt veðrið bauð upp á að taka djúpslökunina í lokin í ilmandi grasinu við fuglasöng.

Frá námskeiðinu 17. júlí. Dásamlegt veðrið bauð upp á að taka djúpslökunina í lokin í ilmandi grasinu við fuglasöng.