ÚTIJÓGA - NÆRING - HEILSA
Jóga-dagsferð og heilsunámskeið

PERLUR HVALFJARÐAR 

25. maí 2017, kl. 9.00 - 18.00.       

Dagskrá:  Farið með rútu frá Reykjavík inn í Hvalfjörð. Á leiðinni fræðumst við um heilsuna, jóga og svæðið sem við ferðumst um. Farið verður í gönguferðir með útijóga, hugleiðslu og slökun. Hádegisverður og heilsunámskeið verður á veitingastað í Hvalfirðinum og á heimleiðinni verður ganga og hugleiðsla í náttúrunni.

Verð:  18.500 kr.  Snemmskráning: 10% afsláttur ef bókað er fyrir4. maí.

Innifalið: 

  • Rútuferðir, leiðsögn og jóga
  • Hádegisverður og te/kaffi
  • Næringar- og heilsunámskeið
  • Leiðbeiningar um hugleiðslu, öndun og slökun
  • Uppskriftir og fræðslupunktar um næringu og heilsu
  • Áætlunar- og markmiðablöð til sjálfseflingar og stefnumótunar
  • 30% afsláttur af ráðgjöf hjá námskeiðshöldurum (næringarráðgjöf / náms- og starfsráðgjöf)

Skráning  í síma 899 8588 og í tölvupósti til: hronn@thinleid.is eða eða heida@heidabjork.com

Námskeiðshaldarar: Heiða Björk Sturludóttir næringarþerapisti, leiðsögumaður og kennari og Hrönn Baldursdóttir jógakennari, leiðsögumaður og náms- og starfsráðgjafi.

 

Jóga: Ýmsar jógastöður, öndunaræfingar, hugleiðslur,gönguhugleiðslu og slökun. Ýmist er farið í hatha-jóga eða kundalinijóga (skv forsrift Yogi Bhajan). Hver og einn stjórnar eigin álagi með því að ákveða hvaða æfingum er fylgt og hve lengi.

Útbúnaður:  Hlý föt, gönguskór, vetlingar og höfuðfat. Flísteppi til að sitja eða liggja á í æfingum og slökun. Vatn, 2-3x nesti og heitur drykkur. Nánari upplýsingar við skráningu.

Annað: Ekki hentar að koma með hunda í göngurnar og hámarksfjöldi í ferðunum er um 16 manns.

Jóga-dagsferðir eru tilvaldar sem fastur liður árlega. Þær gefa þér enn betra tækifæri til að draga þig út úr amstri daglegs lífs, njóta náttúrunnar, endurskoða stefnu þína, efla orku og heilsuna.

Verðskilmálar: Við skráningu þarf að greiða 5.000 kr. staðfestingargjald og ganga þarf frá greiðslu í síðasta lagi 1 viku fyrir brottför. Lágmarksfjöldi eru 6 manns til að ferð sé farin. Endurgreitt er að fullu ef forföll eru tilkynnt viku fyrir brottför en annars er 50% endurgreitt ef afboðað er minna en viku fyrir brottför. Takmarkað pláss.

Hikið ekki við að hafa samband með spurningar og vangaveltur um sérþarfir eða annað.

Ferðirnar og sérferðir: Hafðu samband ef þú vilt vita meira um göngurnar eða panta sérsniðna ferð fyrir hópa og sérstök tækifæri.