JÓGA OG NÆRing - Upp með heilsuna!
 3. september - 29. Október 2018 

Dekraðu við heilsuna með vel völdum jógaæfingum, hugleiðslum, slökun og fræðslu um næringu og lífstíl.  Allt þetta til að koma á jafnvægi í taugakerfi og innkirtlakerfi, auka liðleika og orkuflæði og stuðla að kyrrum huga sem skilar sér í betri andlegri og líkamlegri líðan. Einkatími í næringarráðgjöf er innifalinn.

Hvað við setjum ofaní okkur og hvernig okkur tekst að melta það hefur mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Jóga stuðlar að jafnvægi milli líkama, hugar og sálar, örvar efnaskipti og vinnur gegn streitu. Næring og jóga er því hið fullkomna tvíeyki þegar huga þarf að heilsunni. 

Á námskeiðinu er bent á marga áhrifaþætti á andlega og líkamlega heilsu, s.s. skort á sólarljósi/dagsbirtu, óhollt fæði eða röng samsetning fæðunnar, áföll og streita sem getur sett virkni innkirtla eins og nýrnahetta og skjaldkirtils úr skorðum, meltingarvandamál s.s. uppsöfnun eiturefna, skorts á magasýru og meltingarensýmum og ójafnvægi í gerlaflóru þarmanna.

JÓGA OG NÆRING: 

Annar hver jógatími hefst á um hálftíma fræðslu um fjölbreytt atriði sem hafa áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Því næst taka við jógaæfingar, slökun og hugleiðsla. Stund gefst fyrir umræður í lok hvers tíma.

Annar hver jógatími, þegar ekki er fræðsla, endar á 40 mín leiddri djúpslökun sem kallast Jóga Nidra og Gong tónheilun. 

Hreinsun líkamans:  Þátttakendur verða fræddir um hreinsun líkamans af úrgangs- og eiturefnum og þeir sem vilja, verður hjálpað af stað í nokkurra daga mataræði sem stuðlar að hreinsun líkamans, einkum lifrarinnar. 

Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af jóga til að geta tekið þátt.

Verð:  79.000 kr.   
Fyrir þá sem vilja vera snemma í því og skrá sig fyrir 1. ágúst er 10% snemmskráningarafsláttur. 

Skipting á greiðslu í tvo hluta er möguleg, þá bætist við 5000 kr og þarf að senda póst á heida@heidabjörk. com til að fá nánari upplýsingar. 

Skráning: Sendið póst á heida@heidabjork.com og greiðið inná reikning Ást og Friðar ehf, 610717-1010   0133   -  26   - 610717

Senda staðfestingu á heida@heidabjork.is

Staðsetning: Heillandi hugur, Hlíðarsmára 14 kópavogi. (Fyrir ofan Smáralind.)

Tími: Kl. 19:00 - 21:00, mánudaga og miðvikudaga.

Innifalið: 

  • Fræðsla um næringu, bætiefni, jurtir, meltingu, streitu, þarmaflóru, dagsbirtu o.fl.
  • Jógatímar tvisvar í viku - Kundalini jóga
  • Einkatími í næringarþerapíu/næringarráðgjöf - Skýrsla með ráðleggingum verður afhent í kjölfar einkaráðgjafar.
  • Hollustusmakk verður í boði endrum og sinnum
  • Uppskriftir og fræðslupunktar um næringu og heilsu verða afhentir
  • Stuðningur utan jógatíma í gegnum Fésbókina
  • Leiðbeiningar um hugleiðslu, öndun og slökun og ýmis smáforrit kynnt 
  • Stuttar og fjölbreyttar heimaæfingar á milli jógatíma 
  • Gong tónheilun og Jóga Nidra leidd djúpsökun anna hvern tíma.

Nánari upplýsingar gefur Heiða Björk í tölvupósti heida@heidabjork.com eða í síma 8650154

Námskeiðshaldari: Heiða Björk Sturludóttir næringarþerapisti, jógakennari, umhverfisfræðingur, sagnfræðingur og framhaldsskólakennari. 

Umsagnir um námskeiðið Jóga og Næring vorið 2018 með Heiðu Björk: 

,,Það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig."

,,Allt mjög gott, þægilegt og nýtt."

,,Ótrúlega fræðandi og áhugavert. Mun halda áfram í kundalini jóga út lífið!"

,,Dásamlegt námskeið."

 

Heiða Björk, kundalini jógakennari 

Heiða Björk, kundalini jógakennari 

Salur Heillandi hugar, Hlíðarsmára 14

Salur Heillandi hugar, Hlíðarsmára 14

Gong-Augnpúðar-dýna1.jpg

Leikið verður á Chiron gong, sem hér sést, í slökun. Gongið hefur lengi verið notað til heilunar og slökunar.