JÓGA- og HEILSUFERÐ í Þjórsárdal 8. - 10. júní 2018

Útijóga, gönguferðir, hugleiðslur, jóga nidra og gong slökun, námskeið um meltingu og næringu og starfsánægju

 JÓGA, ÚTIVIST, HEILSUFRÆÐSLU OG MARKMIÐSSETNINGU FLÉTTAÐ SAMAN

Skálinn Hólaskógur í Þjórsárdal. 

Dagskrá:  Farið með rútu frá Reykjavík inn í Þjórsárdal og verður leiðsögn og fræðsla um heilsuna, jóga og svæðið sem við förum um á leiðinni. Farið verður í gönguferðir með útijóga, hugleiðslu og slökun báða dagana. Gisting að Hólaskógi báðar næturnar þar sem verða tvö námskeið:

 • Heilsunámskeið: á því verður fjallað um meltingu, hvað farið getur úrskeiðis í henni, áhrif meltingar og næringar á andlega og líkamlega heilsu. Fjallað um lifrina og hreinsun hennar og margt fleira 
 • Námskeið um starfsánægju: á því verður fjallað um áhuga, eldmóð og starfsþróun. Rætt um kulnun, einkenni hennar og hvað hægt er að gera til að fyrirbyggja hana. Á kvöldin er í boði að fara í Yoga Nidra

Kvöldverður er innifalinn bæði kvöldin og hádegisverður laugardag og sunnudag. Máltíðirnar eru vegan fæði sem er hreinsandi og nærandi.  Áhersla verður á náttúruupplifun, núvitund og hugleiðingar um eigin heilsu, markmið og ásetning. 

HÉR er vefur skálans, ef einhver vill skoða hann nánar.

Föstudagur:

 • Lagt af stað frá Reykjavík með sérrútu kl. 13.00
 • Stoppað og gengið að Hjálparfossi þar sem farið er í jóga; léttar teyjur, öndun og hugleiðsla
 • Rútan keyrir hópinn að Hólaskógi
 • Kvöldverður og inngangur að heilsunámskeiði
 • Jóganidra og/eða gufubað

Laugardagur:

 • Morgunjóga og morgunverður
 • Heilsunámskeið
 • Hádegisverður
 • Gönguferð frá Stöng að Háafossi (4 klst.) með jóga, hugleiðslu og nestisstoppum á leiðinni
 • Kvöldverður 
 • Jóganidra og/eða gufubað 

Sunnudagur:

 • Morgunjóga og morgunverður
 • Gönguferð að Gjánni og jóga þar (2-3 klst) 
 • Hádegisverður með stuttum fræðslupistlum
 • Heimferð síðdegis og komið í bæinn um kl. 18.00

Verð:  58.000 kr. Snemmskráning: 10% afsláttur ef bókað er fyrir 30. apríl.

Innifalið: 

 • Rútuferðir og leiðsögn
 • Næringar- og heilsunámskeið
 • Kvöldverður og morgunmatur
 • Gisting í svefnpokaplássi í góðri aðstöðu í skálanum Hólaskógi
 • Hádegisverður tvo af dögunum og te/kaffi
 • Jóga í náttúrunni og jóga nidra að kvöldi (inni)
 • Leiðbeiningar um hugleiðslu, öndun og slökun
 • Námskeið um þína leið á starfsferlinum
 • Eyðublöð til að vinna með markmið og ásetning til sjálfseflingar
 • Uppskriftir og fræðslupunktar um næringu og heilsu
 • Áætlunar- og markmiðablöð til sjálfseflingar og stefnumótunar
 • 25% afsláttur af ráðgjöf hjá námskeiðshöldurum (næringarráðgjöf / náms- og starfsráðgjöf)

Skráning  í síma 899 8588 og í tölvupósti til: hronn@thinleid.is eða heida@heidabjork.com

Verðskilmálar: Við skráningu þarf að greiða 10.000 kr. staðfestingargjald og ganga þarf frá greiðslu í síðasta lagi 2 vikum fyrir ferð. Lágmarksfjöldi eru 8 manns til að ferð sé farin. Endurgreitt er ef forföll eru tilkynnt viku fyrir brottför eða fyrr en annars er 50% endurgreitt ef afboðað er með minna en viku fyrirvara.  Takmörkuð pláss.

Námskeiðshaldarar: Heiða Björk Sturludóttir næringarþerapisti, jógakennari, leiðsögumaður og kennari og Hrönn Baldursdóttir jógakennari, leiðsögumaður og náms- og starfsráðgjafi.

Umsagnir:

,,Ferðin í Hvítárnes á Kili var alveg yndisleg ferð þrátt fyrir smá óheppni með veður. Þær Heiða Björk og Hrönn Baldurs eru svo skemmtilegar og fræðandi saman, - frábært teimi. Þær fræddu okkur um flest þau örnefni sem voru á vegi okkar bæði á þjóðveginum, á leið á Kjöl og í göngunum sem við fórum í saman. Við fengum svo úti jóga og hugleiðslur. Við til að mynda byrjuðum dagana á jóga og enduðum dagana á jóga nidra sem færði mann beint inn í draumheim. Við fengum dásamlegan mat í öll mál og áttum huggulegar stundir á milli dagskráa. Heiða Björk var svo með mjög skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur um heilsu og mataræði. Þetta var dásamleg og ógleymanleg ferð." Halla Hákonardóttir, fatahönnuður og jógakennari. 

,,Einstök upplifun að vera á svo afskekktum stað, án allra truflandi áreita nútímans og upplifa alvöru myrkur í rafmagnsleysi. Það eru kjöraðstæður fyrir hugleiðslu, yoga og aðra heilsubætandi iðkun, sem leiðir af sér innri frið og nánd." Hólmfríður Bára Bjarnadóttir, sálfræðingur og framhaldsskólakennari. 

Gjáin í Þjórsárdal, skammt frá skálanum við Hólaskóg. Hér verður staldrað við og jógaæfingar gerðar innan um alla náttúrufegurðina.

Gjáin í Þjórsárdal, skammt frá skálanum við Hólaskóg. Hér verður staldrað við og jógaæfingar gerðar innan um alla náttúrufegurðina.

Á laugardeginum verður gengið úr Gjánni upp að Háafossi sem sést glitta í á myndinni.

Á laugardeginum verður gengið úr Gjánni upp að Háafossi sem sést glitta í á myndinni.

Horft frá skálanum í átt að Heklu, sem blasir við í góðu skyggni.  Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá ferð að Hvítárnesi, elsta skála Ferðafélags Íslands, á Kili í ágústlok 2017.

Horft frá skálanum í átt að Heklu, sem blasir við í góðu skyggni.

Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá ferð að Hvítárnesi, elsta skála Ferðafélags Íslands, á Kili í ágústlok 2017.