Breytingaskeiðið og Ayurveda

Ayurveda kallast hin fornu lífsvísindi sem iðkuð hafa verið hjá menningarþjóðum Indlandsskaga og víðar í yfir 5000 ár. Þessi fornu fræði búa yfir mikilli þekkingu sem getur hjálpa til að yfirstíga margvísleg vandamál sem konur glíma við á breytingaskeiðinu s.s. hitasveiflur, geðsveiflur, svefnleysi,orkuleysi, þurrk í slímhúð og þyngdaraukningu.

Laugardagur 23 júlí 2022

Á NÁMSKEIÐINU VERÐUR FARIÐ YFIR:

  • Mikilvægi þess að lifa í samræmi við hrynjandi náttúrunnar til að fara sem best út úr þessu merkilega lífsskeiði.

  • Breytingaskeiðið og orkutegundirnar þrjár: VATA, PITTA OG KAFFA.

    • Líkamsgerðirnar sjö sem allar eru mismunandi samsetning vata, pitta og kaffa.

    • Hvaða áhrif hefur lífsstíllinn og næring á þessar þrjár orkutegundir?

  • Líkamsklukkan: Hvernig við getum látið hana vinna með okkur

    • Æfingar kenndar til að örva heiladingul og heilaköngul sem stýra líkamsklukkunni.

  • Mataræði.

    • Sumt mataræði espar upp hitann í kerfinu (Pitta orkan) og veldur hitakófi.

    • Annað mataræði espar upp léttleikann og þurrkinn í kerfinu (Vata orkan) og veldur grunnum og brotnum svefni, þurrk í húð/slímhúð og einbeitingarskorti.

    • Sumt mataræði espar upp slím og þunga í kerfinu (kapha orkan) og veldur bjúg, þyngdaraukningu og sljóum huga, þungum huga .

    • Fæðutegundir sem þarf að lágmarka.

    • Fæðutegundir sem þarf að auka

  • Bætiefni, jurtir og krydd sem geta hjálpað

  • Jógaæfingar

  • Hugleiðsla

  • Öndunaræfingar

  • Ýmis tips fyrir margvísleg heilsufars vandamál

  • Í lok námskeiðs frá 16-17, verður leidd liggjand djúpslökun í anda Yoga Nidra og tónheilun með tónskálum.

  • Hvar: Björkin, Jógahof í Grímsnesi. 50 mínútna akstur frá Olís við Norðlingaholt.

Hvenær: Laugardagurinn 23. júlí kl 10-17

Innifalið: Jógadýnur, púðar, teppi og augnlokur.

Í lok námskeiðs verður lagst niður í djúpslökun í anda Jóga Nidra og notið tónheilunar

Námskeiðsgögn með uppskriftum og upplýsingum um orkutegundirnar þrjár - vata, pitta og kaffa

Í upphafi fá allir hollustusafa sem róar pitta - hitandi orkuna sem veldur hitakófinu.

Boðið er upp á heimalagað te sem bætir meltingu og eykur hreinsun líkama.

Linsubaunasúpa með rótarávöxtum í hádeginu

Verð: 17.500 kr

Kaupa pláss með því að leggja inn á reikning Ástar og Friðar og senda tilkynningu á heida@heidabjork.com

Reikningsupplýsingar: 610717-1010 0133-26-610717

NÁNARI UPPLÝSINGAR:

Nánari upplýsingar gefur Heiða Björk, næringarþerapisti og ayurveda ráðgjafi í tölvupósti heida@heidabjork.com eða í síma 8650154.

(Hámark 12 þátttakendur)