JÓGA OG NÆRING FYRIR ANDLEGA UPPLYFTINGU
29. JANÚAR - 7. MARS 2018

Dekraðu við heilsuna á nýju ári með vel völdum jógaæfingum, hugleiðslum, slökun. og fræðslu um næringu og lífstíl.  Allt þetta til að koma á jafnvægi í taugakerfi og innkirtlakerfi og stuðla að kyrrum huga.

Mikil streita og álag fylgir oft daglegu lífi og því er nauðsynlegt að passa vel uppá heilsuna. Bæði þá líkamlegu og þá andlegu. Næring og melting hefur mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu og sama er að segja um jóga. Þetta tvennt er því hið fullkomna tvíeyki þegar huga þarf að heilsunni. 

Á námskeiðinu er bent á marga áhrifaþætti á andlega líðan fyrir utan erfðir, s.s. skort á sólarljósi/dagsbirtu, óhollt fæði eða röng samsetning fæðunnar, áföll og streita sem getur sett virkni innkirtla eins og nýrnahetta og skjaldkirtils úr skorðum, meltingarvandamál s.s. uppsöfnun eiturefna, skorts á magasýru og meltingarensýmum og ójafnvægi í gerlaflóru þarmanna.

JÓGA OG NÆRING:  Hver jógatími hefst á hálftíma fræðslu um fjölbreytt atriði s.s. meltingu, streitu, þarmaflóru, svefn, innkirtla og fleira sem hefur áhrif á andlega líðan. Því næst tekur við 75 mín jógaæfingar, slökun og hugleiðsla. Jógaæfingar eru valdar með tilliti til áhrifa þeirra á taugakerfi og innkirtlakerfi til að koma þar á jafnvægi. Tími verður fyrir umræður í lok hvers tíma.

Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af jóga til að geta tekið þátt.

Verð:  48.000 kr. Verð fyrir snemmskráningu: 43.000  (Snemmskráning er til 2. janúar)

Skráning: Skráning og greiðsla á vef Heillandi hugar: https://heillandihugur.is/product/joga-og-naering-fyrir-andlega-upplyftingu-29-januar-7-mars-2018

Einnig má greiða skráningargjald inná reikning Ást og Friðar ehf, 610717-1010   0133   -  26   - 610717

Senda síðan staðfestingu á heida@heidabjork.is

Staðsetning: Námskeiðið verður haldið í fallegum salarkynnum Heillandi Hugar, heilsuseturs að Hlíðarsmára 14.

Tími: Kl. 19:00 - 21:00, mánudaga og miðvikudaga. Hefst 29. janúar.

Heillandi hugur á Fésinu: https://www.facebook.com/heillandihugur/

Innifalið: 

  • Fræðsla um næringu, bætiefni, jurtir, meltingu, streitu, þarmaflóru, dagsbirtu o.fl.
  • Jógatímar tvisvar í viku
  • Einkatími í næringarþerapíu/næringarráðgjöf
  • Hollustusmakk 
  • Uppskriftir og fræðslupunktar um næringu og heilsu
  • Stuðningur utan jógatíma í gegnum Fésið
  • Leiðbeiningar um hugleiðslu, öndun og slökun og ýmis smáforrit kynnt 
  • Stuttar og fjölbreyttar heimaæfingar á milli jógatíma 
  • Gong slökun

Nánari upplýsingar gefur Heiða Björk í tölvupósti heida@heidabjork.com eða í síma 8650154

Námskeiðshaldari: Heiða Björk Sturludóttir næringarþerapisti, leiðsögumaður, kennari og umhverfisfræðingur. 

Umsagnir um næringarnámskeið með Heiðu Björk: ,

,,Námskeið Heiðu er mjög fróðlegt og gagnlegt. Meira að segja fyrir mann sem taldi sig vera í góðum málum varðandi hollustu og næringu. Heiða fer yfir víðan völl og fléttar inní næringarfræðin hugleiðslu, djúpöndun og ýmsu fleira sem snertir andlega og líkamlega líðan. Hún er mikill viskubrunnur og endalaus uppspretta af skemmtilegheitum.”
-Marteinn Þórsson, kvikmyndagerðarmaður.

,,Námskeiðið var algjör snilld, vel sett upp og skemmtilegt. í því var undirstrikað hvernig vel samansett máltíð á að vera , hvað við getum gert til þess að tryggja góða meltingu bæði hvað varðar bætiefni og hugleiðslu. Mæli eindregið með því”.
-Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir, nuddari

,,Heiða er frábær kennari sem kemur efninu virkilega vel frá sér." 
-Þátttakandi á námskeiði Heiðu Bjarkar hjá Endurmenntun.

KundaliniUtskrift1.jpg
Hann er fallegur, jógasalur Heillandi Hugar, Hlíðasmára 14. 

Hann er fallegur, jógasalur Heillandi Hugar, Hlíðasmára 14. 

Gong-Augnpúðar-dýna1.jpg

Chiron gongið sem stundum verður spilað á til að ná dýpri slökun.