LÍFSVÍSINDIN AYURVEDA - dekur og fræðsla.

Dagsnámskeið um Ayurveda lífsvísindin með ýmsu dekri s.s. hugleiðslu, djúpslökun í anda Yoga Nidra, tónheilun með Gong og tónskálum og góðri næringu.

Frá 10-17, Heilsuhofinu, Kaupvangsstræti 1 á Akureyri.

Þátttakendum er hjálpað við að greina sína meðfæddu líkams- og hugargerð (Prakriti) síðan vinnum við með þær upplýsingar og athugum hvað hentar þinni líkams- og hugargerð. ,,Eins meðal er annars eitur”.

Öll erum við mismunandi samsetning á dósjunum þremur: vata, pitta og kapha.

Er sjósund kannski málið fyrir þig? Eða ketó, hot jóga, hráfæði, sánaböð, kaffi, crossfit? Eða er ástæða til að forðast eitthvað af þessu?

Hvernig styrkir þú meltingar- og efnaskiptaeldinn - AGNI-, sem góð heilsa grundvallast á? Áttu erfitt með að brenna kaloríum? Þá er líklegt að agni logi ekki nógu glatt og þar með eru efnaskiptin og öll brennsla hægari.

Hugmyndafræði Ayurveda verður útskýrð í einföldu máli þar sem frumefnin fimm og dósjurnar þrjár verða útskýrðar ásamt nokkrum lykilhugtökum.

Ayurveda er oft kallað systurvísindi jóga, en bæði fræðin spretta úr sama indverska jarðveginum, fyrir mörg þúsund árum síðan. Ayurveda lífsvísindin eru talin elstu heilbrigðisvísindi veraldar enda eru þau a.m.k. 5000 ára gömul og eru iðkuð víða um heim með ayurveda spítölum og ayurveda klínikum.

Fjallað verður um dagsrútínu - Dinacharya - sem er svo mikilvæg til að viðhalda góðri heilsu, áhrif ýmissa matvæla á líkama og huga.

Rætt verður um krydd og jurtir og áhrif þeirra á virkni líkamans og hvernig við getum notað krydd markvisst í matreiðslu til að vinna að betri heilsu.

Kenndar verða ýmsar aðferðir til að róa taugakerfi, bæta meltingu og svefn og minnka hita í líkama ef um hitakóf er að ræða og liðverki. Fjallað verður lauslega um ilmkjarnaolíur og hvernig hægt er að nota þær til að róa hinar mismunandi dósjur (vata, pitta og kapha) Hitandi til að róa vata orkuna, kælandi og sætar til að róa pitta, örvandi og heitar til að róa kapha.

Umræðan og fræðslan mun að nokkru leiti stýrast af þörfum þátttakenda.

  • Námskeiðinu lýkur með klukkustundar leiddri liggjandi djúpslökun og tónheilun sem róar tauga- og hormónakerfi. Dýnur, teppi, púðar og augnlokur á staðnum. Ef þú vilt hafa hærra undir hnjánum í liggjandi stöðunni, skaltu taka með þér meira af púðum eða pullum.

  • Nokkrar kryddblöndur sem örva meltingareldinn og hreinsun verða til sölu, ásamt fleiru sem notað er í ayurveda eins og jurtastyrktar olíur til sjálfsnudds sem róa taugakerfi og næra og smyrja frumum líkamans.

  • Innifalið:

    • Námskeiðsgögn með helstu punktum

    • Hádegisverður - kitchari bauna og hrísgrjónaréttur

    • Yfir daginn: Ayurveda heimalagað meltingar og efnaskiptate (CCF te)

    • Kaffitími: Turmerik latte ásamt smávegis hollustunasli

Verð 20.900 kr

Til að tryggja sér pláss skal hafa samband við Heiðu í tölvupósti - heida@heidabjork.com

Lágmarksfjölda hefur verið náð.

Nánari upplýsingar hjá heida@heidabjork.com eða í síma 8650154

Þátttakendum býðst ayurveda ráðgjöf með 20% afslætti. Sjá nánar um ayurveda ráðgjöf á www.heidabjork.com Ráðgjöfin getur farið fram á zoom rétt eins og í raunheimum.

Uppselt var á dags-námskeiðin sem haldin voru í Grímsnesinu síðasta sumar og því um að gera að tryggja sér pláss strax, ef þú virkilega vilt mæta. Þetta námskeið er jafnt fyrir karla sem konur og ekki þarf að hafa þekkingu á jóga til að vera með.

Heiða Björk er ayurveda sérfræðingur (AP), næringarþerapsti (DipNNT), sagnfræðingur (BA) og umhverfisfræðingur (MA).