ÚTIJÓGA - NÆRING - HEILSA
Jóga-dagsferð og heilsunámskeið 

HRAUNFOSSAR, REYKHOLT OG FLEIRI PERLUR BORGARFJARÐAR

20. apríl 2017, kl. 9.00 - 18.00.    

Dagskrá: Farið með rútu frá Reykjavík til Borgarfjarðar. Á leiðinni fræðumst við um næringu og  heilsu, jóga og svæðið sem við förum um.  Í hinni fögru náttúru Borgarfjarðar förum við í gönguferðir þar sem við stoppum á heppilegum stöðum til að iðka útijóga, hugleiðslu og slökun. Hádegisverður og fræðslunámskeið um næringu og heilsu verður í Snorrastofu í Reykholti.  Á heimleiðinni verður stutt ganga og hugleiðsla í náttúrunni.

Verð:  21.000 kr.   Snemmskráning: 10% afsláttur ef bókað er fyrir 25.mars.

Innifalið: 

  • Rútuferðir, leiðsögn og jóga
  • Hádegisverður og te/kaffi
  • Næringar- og heilsunámskeið
  • Leiðbeiningar um hugleiðslu, öndun og slökun
  • Uppskriftir og fræðslupunktar um næringu og heilsu
  • Áætlunar- og markmiðablöð til sjálfseflingar og stefnumótunar
  • 30% afsláttur af ráðgjöf hjá námskeiðshöldurum (næringarráðgjöf / náms- og starfsráðgjöf)

Skráning  í síma 899 8588 eða í tölvupósti til: hronn@thinleid.is eða heida@heidabjork.com

Námskeiðshaldarar: Heiða Björk Sturludóttir næringarþerapisti, leiðsögumaður og kennari og Hrönn Baldursdóttir jógakenanri, leiðsögumaður og náms- og starfsráðgjafi