Einstaklingsmiðuð Ayurveda hreinsun og endurnýjun

Tveir hittingar - 7. mars og 14. mars. Fyrri hittingur verður í Systrasamlaginu, Óðinsgötu 1.

Síðari hittingur verður í gegnum zoom.

Sala er hafin á þessari áhrifaríku 7 daga hreinsun með Heiðu Björk, ayurveda sérfræðingi (ayurveda eru hin 5000 ára gömlu heilsu- og lífsvísindi ættuð frá Indlandi)

Til að áhrifin séu sem best, er undirbúningur hafinn nokkrum dögum fyrr og þegar 7 daga hreinsuninni lýkur tekur við nokkurra daga uppbyggingar- og endurnýjunartími, þar sem vefir líkamans eru byggðir upp aftur. Uppbyggingartíminn (Rasayana) er jafn mikilvægur og hreinsunin sjálf.

Þessi hreinsun er einstaklingsmiðuð því það sem er meðal fyrir einn, getur verið eitur fyrir annan. Hver og einn fær þannig hálftíma spjall í gegnum síma, nokkrum dögum fyrir hreinsun. Þannig er ákveðið hvernig best er að haga hreinsuninni og hvaða jurtir, henta í hverju tilfelli. Jurtirnar sem notaðar eru í 7 daga hreinsunarferlinu eru innifaldar og verða afhentar þegar allir hittast, fyrri daginn af tveimur. Seinni daginn verður aðeins hist á Zoom og þeim hittingi lýkur með jóga nidra djúpslökun ásamt tónheilun með gong og tónskálum.

(***Hver og einn útbýr sér kósý skot með dýnu, teppi og púða og kannski augnlokum og hlýða á leiðbeiningar Heiðu sem leiða til djúpslökunar. Fólk getur legið í sófanum, uppi í rúmi eða á dýnu í stofunni hjá sér. Bara tryggja frið og ró.)

Vikuplan og uppskriftir fylgja ásamt grunn upplýsingum um orkutegundirnar þrjár, - vata, pitta og kapha, meltingareldinn Agni og sitthvað fleira gagnlegt og áhugavert. Þessi tegund af hreinsun og endurnýjun líkamans hefur verið iðkuð í þúsundir ára í austurlöndum fjær, einkum þar sem í dag er Indland, Pakistan og Sri Lanka. Hreinsunin er í anda ayurveda heilsu- og lífsvísindanna sem sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin viðurkennir sem heilbrigðiskerfi. Ayurveda er viðurkennt heilbrigðiskerfi í 16 löndum s.s. Indlandi, Sri Lanka, Kúbu, Sviss og Ungverjalandi. Þessi hreinsun sem mælt er með að gerð sé einu sinni til tvisvar á ári, sveltir líkamann ekki, heldur er næringin sérhæfð og til þess gerð að styrkja meltinguna um leið og unnið er að því að leiða uppsöfnuð úrgangs- og eiturefni út úr líkamanum og hjálpa líkamanum til sjálfsheilunar. Margar hreinsanir og föstur veikla líkamann þar sem melting fær engan stuðning og ekki er farið mjúklega inn í hreinsun og út úr henni aftur. Í flestum þessara hreinsana sem hafa farið á flug á markaðnum síðustu áratugi er heldur ekki tekið mið af einstakri líkamsgerð hvers og eins og hvert heilsufarsástand er hverju sinni. Ayurveda hreinsun gerir það aftur á móti og er því öruggari kostur.

Til að fá enn meira út úr hreinsuninni er hægt að kaupa tíma í ayurveda ráðgjöf hjá Heiðu Björk, til að greina stöðu dosjanna þriggja (Vata, Pitta og Kapha), hver er staða meltingar-eldsins (Agni), hvort uppsöfnuð eitur- og úrgangsefni séu að skapa vandamál (Ama) og skoðað verður ástand vefjanna sjö (dhatus) og helstu rása (shrotas).

Þátttakendur á námskeiðinu fá 20% afslátt af fyrstu heimsókn og endurkomu til Heiðu Bjarkar. Tilboðið gildir út árið. Sjá verð og fleira á vef Heiðu Bjarkar, þar sem einnig má finna fræðsluefni um ayurveda og fleira, www.heidabjork.com

TAKMÖRKUÐ PLÁSS Í BOÐI.
Verð: 28.500.
Greiðsla fer fram í gegnum vef Systrasamlagsins þar sem nánar má lesa um hreinsunina. Smella hér, til að fara inná auglýsinguna á vef Systrasamlagsins.