Allt um meltinguna!

Það besta úr vestrænum og austrænum vísindum

Kl. 17:30 - 21:00

Verð: 12.000 kr.

Ekkert er mikilvægara en góð melting og upptaka næringarefna, til að viðhalda góðri heilsu. Um það eru bæði vestræn næringarþerapía og austurlensku vísindin Ayurveda, sammála.

Við splæsum oft í dýra og fína vöru: lífrænt ræktaða - hágæða andoxunar -vítamínbætta - trefja og próteinríka og svo framvegis. En, allt er til einskis ef meltingin er ekki nógu öflug til að vinna öll þessi dýrmætu efni úr fæðunni.

Við þurfum að splæsa í tíma til að kynna okkur hvernig hægt er að styrkja meltinguna. Því þegar upp er staðið, þá er það ekki gæði næringarinnar sem hefur úrslitaáhrif, heldur ekki síður hversu vel okkur tekst að melta fæðuna.

Í Ayurveda fræðunum byggir góð heilsa á öflugum AGNI, meltingar- og efnaskiptaeldinum. Ef hann veiklast, er það ávísun á veikindi ef ástandinu er ekki kippt í lag fljótlega.

Á námskeiðinu verður meltingarvegurinn útskýrður og hvað þar getur farið úrskeiðis, með hugtökum vestrænna vísinda. Fjallað er um áhrif streitu á meltingu, hvernig magasýra, meltingarensími, góðgerlar og gall skipa öll mikilvægann sess í meltingu. Hvað dregur úr þessum mikilvægu meltingarvökvum og hvernig er hægt að styrkja framleiðslu þeirra.

Einnig verður fjallað um mikilvægi góðrar hægðalosunar en það er jafn mikilvægt að losa út úrgangsefnin eins og að taka inn næringarefnin. Margvísleg ráð verða gefin til að bæta meltingu og hægðalosun s.s. æfingar, lífstíll, mataræði, jurtir og bætiefni.

Því næst er farið í Ayurveda fræðin og útskýrt hvernig við getum styrkt meltinguna og efnaskiptin með því að styrkja AGNI og með því að lifa og borða í samræmi við hrynjandi náttúrunnar.

Boðið er uppá AGNI styrkjandi te og í matarhléi (18:30-19:00) er boðið uppá ljúffengan bauna og hrísgrjónarétt með meltingarhvetjandi kryddum.

Hvað við setjum ofaní okkur, hvernig okkur tekst að melta matinn og losa okkur við úrgangsefnin hefur mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu.  Það sýna rannsóknir sífellt betur. En, þetta vissu sérfræðingar Ayurveda lífsvísindanna fyrir 5000 árum. Það er gaman að sjá hvernig þessi tvö ólíku kerfi vísinda eru að komast að sömu niðurtöðu á síðustu áratugum.

Skráning: Skráning fer fram hérna, á vef Systrasamlagsins.

Innifalið: 

  • Prentuð gögn með helstu áhersluatriðum.

  • Fræðsla um meltingarveginn og meltingareldinn AGNI.

  • Kenndar eru æfingar sem styrkja meltingu og losun hægða.

  • Te og léttur kvöldverður.

  • Uppskrift að AGNI tei og bauna- og hrísgrjónaréttinum Kitchari.

  • Fjallað um nokkrar jurtir, krydd og bætiefni sem geta styrkt meltingu og losun úrgangsefna.

  • 20% afsláttur af fyrsta tíma í næringar- og ayurveda ráðgjöf hjá Heiðu Björk (gildir út árið)

  • 20% afsláttur af bætiefnum í Systrasamlaginu.

Námskeiðshaldari: Heiða Björk Sturludóttir næringarþerapisti (DipNNT), Ayurveda ráðgjafi (AWC) jógakennari, umhverfisfræðingur, sagnfræðingur og framhaldsskólakennari. 

Heiða Björk hefur haldið fjöldann allan af námskeiðum um næringu og heilsu við miklar vinsældir. Á þessu námskeiði samþættir hún þekkingu vestrænnar næringarþerapíu og hinna fornu lífsvísinda Ayurveda sem eiga uppruna sinn að rekja til Indlandsskagans og eru yfir 5000 ára gömul.

Sjá nánar um Heiðu og margvíslega fræðslu um heilsutengd málefni á www.heidabjork.com

Heiða Björk, næringarþerapisti og Ayurveda ráðgjafi.

Heiða Björk, næringarþerapisti og Ayurveda ráðgjafi.

AGNI.jpg