Kvennadekur í Grímsnesi - Dagsnámskeið

Skráning er hafin á þetta dagsnámskeið fyrir konur.

Öllu því besta í ayurveda lífsvísindunum og næringarþerapíu er miðlað til að bæta lífsgæði og heilsu með sérstaka áherslu á konur. Dvalist er í kyrrðinni í sveitasælunni - kennslan fer fram í jógatjaldi. Dýnur, púðar og teppi á staðnum. Æfingar gerða inn á milli fræðsufyrirlestra og spjalls. Hádegisverður í boði hússins, - linsubaunasúpa og kryddkakó Heiðu. Afhendigögn með helstu punktum til að geta nýtt sér upplýsingarnar til heilsubótar heimavið.

Ayurveda lífsvísindin verða sífellt vinsælli á Vesturlöndum. Þau hafa verið iðkuð í yfir 5000 ár á Indlandsskaganum og víðar. Kerfið er þannig þrautreynt og hefur gagnast mörgum sem það tileinka sér.

Heiða Björk, er kennaramenntuð, ayurveda sérfræðingur, næringarþerapisti og umhverfisfræðingur. Hún nýtir sér allan sinn bakgrunn til að miðla upplýsingum um mikilvægi lífsstíls, mataræðis, áhrif krydda og jurta á heilsuna og ekki síst áhrif eiturefna á heilsuna. Áhugasvið þátttakenda stýrir umræðunni að einhverju leiti.

Ýmislegt verður til sölu sem tengist ayurveda.

Til að tryggja þér sæti, - sendu póst á heida@heidabjork.com

Nánar um Heiðu og Ayurveda á www.heidabjork.com