Einstaklingsmiðuð Ayurveda hreinsun og endurnýjun

Tveir hittingar - 14. september og 17. september. Fyrri hittingur verður í Skipholti 50b, annarri hæð. Síðari hittingur verður í gegnum zoom.

Sala er hafin á þessari áhrifaríku 7 daga hreinsun með Heiðu Björk, ayurveda sérfræðingi (ayurveda eru hin 5000 ára gömlu heilsu- og lífsvísindi ættuð frá Indlandi)

Til að áhrifin séu sem best, er gott að hefja undirbúning nokkrum dögum fyrr og þegar 7 daga hreinsuninni lýkur tekur við nokkurra daga uppbyggingar- og endurnýjunartími, þar sem vefir líkamans eru byggðir upp aftur. Uppbyggingartíminn (Rasayana) er jafn mikilvægur og hreinsunin sjálf.

HVERS VEGNA HREINSA OG ENDURRÆSA?
Í ayurveda heilsuvísindunum indversku er lögð áhersla á að hreinsa og endurræsa líkama og huga við árstíðaskipti. Þá hefur orðið ákveðin uppsöfnun á lífsorku sem gott er að losa um til að minnka líkur á veikindum. Þess vegna er hausthreinsun fastur liður í ayurveda og hjá þeim sem vilja hlúa að og styrkja líkamann, minnka verki og þreytu, bæta húð og meltingu og efla heilunarmátt líkamans almennt.

Við vitum líka hvernig hraði og lífsstíll nútímamannsins hefur áhrif á heilsuna. Við setjum ýmislegt ofan í okkur og á okkur sem ekki er endilega til fyrirmyndar og gerir líkamanum erfitt fyrir. Smá saman hlaðast upp óhreinindi í rásum líkamans eins og meltingarveginum sem líkaminn á erfitt með að losa sig við nema með sérstöku átaki.

Með hausthreinsun eru góðir daglegir siðir innleiddir og síðan reynt að viðhalda þeim eins og hver og einn ræður við, eftir að hreinsun lýkur.

Hugurinn er líka mikilvægur þegar rætt er um hreinsun. Hugurinn er einn af svokölluðum rásum líkamans (shrotas) og er ekki síður mikilvægt að hreinsa hann rétt eins og meltingarveginn. Í huganum safnast einnig upp óhreinindi sem þarf að hreinsa út svo orkan flæði sem best eftir þessari fíngerðu rás. Ayurveda heilsufræðin leggja þannig áherslu á að á meðan á hausthreinsun stendur yfir sé markvisst unnið með bæði líkama og huga.

Ayurveda leggur áherslu á að hver og einn er einstakur og grunnlíkamsgerðirnar eru sjö talsins. Taka þarf tillit til einstaklingsins þegar lífsstíll og næring er valin, því ekki hentar það sama öllum.

HVAÐ VERÐUR GERT?
• Einföld og seðjandi næring sem heilar meltingarveginn. Þrisvar á dag.
• Drukkin hreinsandi efnaskiptate yfir daginn.
• Gerðar æfingar sem hjálpa til við losun úrgangsefna
• Teknar inn jurtir sem hjálpa til við losun úrgangsefna
• Unnið með hugann með sérstökum æfingum

HVERNIG?
1. Hist er á KVÖLDNÁMSKEIÐI 14. september kl 19-22 í Skipholti 50b, annarri hæð. Fjallað verður um grunnlíkamsgerðirnar í ayurveda og hvers vegna taka þarf tillit til þeirra þegar valin er fæða og lífsstíll.

Farið er yfir dagsprógram þessa hreinsunarviku, næring og uppskriftir ræddar og útskýrðar.

Fjallað um meðfædda líkamsgerð hvers og eins og öllum hjálpað til að finna út sína meðfæddu líkamsgerð.

Stutt hugleiðsla til að ganga af staðfestu inn í þessa hreinsunarviku.

Á kvöldnámskeiðinu í Skipholti verður ýmislegt til sölu sem tengist ayurveda og heilsu fyrir þær sem vilja nota tækifærið og leika sér aðeins með ayurveda þekkinguna.

2. Stuðningur í gegnum lokaða FACEBOOK GRÚPPU í tvær vikur eftir að námskeið hefst. Það er viðbúið að ekki fari allir af stað á sama degi og því gott að gefa tvær vikur í prógrammið. Kannski eru einhverjir sem vilja taka lengri hreinsun og þá hafa þeir aðgang að þessari grúppu ögn lengur og stuðningi þar.

Þar er hægt að spyrja spurninga og deila reynslu.

Auka upplýsingar verða settar þar inn um ayurveda lífsvísindin.

Uppskriftir og leiðbeiningablöð verða sett inn í Facebook grúppuna.

3. HITTINGUR Á ZOOM sunnudaginn 17. september frá 19-21:30
Tengill á zoom fund verður settur inn í FB spjallgrúppuna.

Eftirfylgnifundur þar sem farið er yfir hvernig hefur gengið og þeim hjálpað áfram sem hafa lent í hindrunum.

Farið er yfir nokkrar æfingar til upprifjunar.

Hnykkt er á helstu atriðum til að tryggja að allir hafi skilið prógrammið rétt. Haldið er áfram að fræða um mismunandi meðfæddar líkamsgerðir og hvernig það getur hjálpað okkur að þekkja okkar meðfæddu grunnlíkamsgerð. Þessi meðfædda líkamsgerð okkar er það sama og Vestræn vísindi kalla DNA-ið okkar.

INNIFALIÐ
- Upplýsingablöð þar sem prógrammi er lýst frá degi til dags.
- Upplýsingar og spurningalisti til að skoða meðfædda líkamsgerð
- Grunnupplýsingar um ayurveda lífsvísindin/heilsufræðin
- Kvöldnámskeið fimmtudaginn 14. september
- Fundur á ZOOM sunnudaginn 17. september
- Stuðningur í gegnum lokaða FB grúppu í tvær vikur eftir að námskeið hefst.
- Hreinsandi og nærandi turmerik latte drykkur, kryddaður að hætti ayurveda og svolítið hollustunasl með.

VERÐ
18500 kr

SKRÁNING
Til að skrá sig sendir þú póst á heida@heidabjork.com og tilkynnir skráningu í Hausthreinsun.
Til að tryggja þér sætið þarftu að millifæra námskeiðsgjaldið inn á reikning Ástar og Friðar ehf
610717-1010
0133-26-610717

Sendu skeyti á heida@heidabjork.com þegar þú hefur millifært.

NÁNARI UPPLÝSINGAR
Ef þú vilt nánari upplýsingar um námskeiðið getur þú sent póst á Heiðu Björk á heida@heidabjork.com eða hringt í síma 8650154

KENNARI Á NÁMSKEIÐINU
Kennari á þessu námskeiði er Heiða Björk sem hefur hefur þriggja ára nám að baki í ayurveda fræðunum (Ayurveda Practitioner).

Heiða Björk er einnig með þriggja ára nám að baki í næringarþerapíu frá Englandi ( Naturopathic Nutritional Therapist).

Heiða Björk er líka menntaður umhverfisfræðingur og hefur stúderað áhrif umhverfis og eiturefna á líkama og heilsu í mörg ár.
Sjá nánar um ayurveda og Heiðu Björk á vefsíðu Ástar og Friðar, www.heidabjork.com