Febrúar 2019
Offita stafar ekki af of mörgum kaloríum einum saman

Offita stafar ekki af of mörgum kaloríum einum saman og of lítilli hreyfingu. Í offituvísindum er athyglinni beint í síauknum mæli að öðrum þáttum sem einnig skipta máli s.s. skorti á svefni, líkamsklukkunni okkar, tilfinningaálagi, þarmaflórunni, ákveðnum lyfjum og síðast en ekki síst er nú verið að skoða uppsöfnun eiturefna og áhrifa þeirra á efnaskipti líkamans og offitu. 
Því er enn meiri ástæða til að taka reglulega til í líkamanum með hreinu mataræði, jurtum og bætiefnum sem hjálpa líkamanum að losna við óværuna.

Síðustu 200 árin hefur yfir 4000 nýjum efnum verið bætt í matinn okkar. Sumum viljandi eins og rotvarnarefnum, litarefnum og gerfisætu en öðrum óviljandi s.s. skordýraeitri og bishpenol-A í plasti. Mörg þessara efna trufla hormónajafnvægi líkamans (endocrine disruptors) og sum þeirra hefur verið sýnt fram á að eru offituvaldandi (obesynogens). Dæmi um obesogens er tóbaksreykur, loftmengun, Trybultyltin sveppaeitur, eldvarnarefni (notað t.d. í húsgögn, raftæki og teppi), phthalates (til að mýkja plast), bishpenol-A, PCB´s sem mikið var notað áður fyrr í málningu, flúorljós og fleira.

Sjá nánari upplýsingar um obesogen, sem eru þau eiturefni sem geta valdið offitu: https://www.niehs.nih.gov/health/topics/conditions/obesity/obesogens/index.cfm?fbclid=IwAR0KBpjY-AWITioSmZ1obR174RsV_hKw4sJJmYkQNlMw628lhsmFyiglGIQ