LÍFSVÍSINDIN AYURVEDA - dekur og fræðsla.

Dagsnámskeið í Ayurveda með ýmsu dekri s.s. hugleiðslu, djúpslökun í anda Yoga Nidra, tónheilun með Gong og tónskálum og góðri næringu. Verður haldið í Jógahofinu Björkinni í Grímsnesi. Þátttakendum er hjálpað við að greina sína meðfæddu líkams- og hugargerð (Prakriti) síðan vinnum við með þær upplýsingar og athugum hvað hentar þinni líkams- og hugargerð. ,,Eins meðal er annars eitur”.

Er sjósund kannski málið fyrir þig? Eða ketó, hot jóga, hráfæði, sánaböð, kaffi o.s.frv.

Hvernig styrkir þú meltingar- og efnaskiptaeldinn - AGNI-, sem góð heilsa grundvallast á?

Hugmyndafræði Ayurveda verður útskýrð í einföldu máli þar sem frumefnin fimm og dósjurnar þrjár verða útskýrðar ásamt nokkrum lykilhugtökum. Ayurveda er oft kallað systurvísindi jóga, en bæði fræðin spretta úr sama indverska jarðveginum, fyrir mörg þúsund árum síðan.

Fjallað verður um dagsrútínu - Dinacharya - sem er svo mikilvæg til að viðhalda góðri heilsu, áhrif ýmissa matvæla á líkama og huga.

Rætt verður um krydd og áhrif þeirra á virkni líkamans og hvernig við getum notað krydd markvisst til að vinna að betri heilsu.

Kenndar verða ýmsar aðferðir til að róa taugakerfi, bæta meltingu og svefn og minnka hita í líkama ef um hitakóf er að ræða. Umræðan og fræðslan mun að nokkru leiti stýrast af þörfum þátttakenda

Verð 17.500 kr

Til að tryggja sér pláss skal leggja námskeiðsgjaldið inná eftirfarandi reikning og senda staðfestingu á heida@heidabjork.com

Reikningur: 610717-1010 0133 - 26 - 610717

Nánari upplýsingar hjá heida@heidabjork.com eða í síma 8650154

Uppselt var á námskeiðin síðasta sumar og því um að gera að tryggja sér pláss strax, ef þú virkilega vilt mæta. Þetta námskeið er jafnt fyrir karla sem konur og ekki þarf að hafa þekkingu á jóga til að vera með.

Jógahofið Björkin er í 50 mínútna fjarlægð frá Olís við Rauðavatn. Hér má sjá staðsetninguna á Google Maps.

https://goo.gl/maps/oDaSnrepWFj33G559

Heiða Björk er næringarþerapisti og ayurveda ráðgjafi.

 

Frá námskeiðinu 17. júlí 2021. Dásamlegt veðrið bauð upp á að taka djúpslökunina í lokin í ilmandi grasinu við fuglasöng.