ÚTIJÓGA - NÆRING - HEILSA
Jógagöngur og heilsunámskeið

JÓGAFERÐ Á SNÆFELLSNES 

13 - 14. maí 2017

Dagskrá:  Farið með rútu frá Reykjavík á Snæfellsnes og verður leiðsögn og fræðsla um heilsuna, jóga og svæðið sem við förum um á leiðinni. Farið verður í gönguferðir með útijóga, hugleiðslu og slökun báða dagana. Gisting að Lýsuhóli þar sem verður heilsunámskeið, kvöldverður og jóganidra. Áhersla verður á náttúruupplifun, núvitund og hugleiðingar um eigin heilsu, markmið og ásetning. 

Fyrri dagur:

 • Lagt af stað frá Reykjavík með rútu kl. 9.00
 • Hádegisverður og inngangur að heilsunámskeiði verður á veitingastað á leiðinni
 • Gönguferð (2 klst.) með jóga sem endar með hugleiðslu við Dritvík og Djúpalónssand
 • Gisting að Lýsuhóli með heilsunámskeiði, kvöldverði og jóganidra

Seinni dagur:

 • Morgunjóga og morgunverður
 • Gönguferð með jóga (2-3 klst) 
 • Hádegisverður með stuttum fræðslupistlum
 • Gönguferð við sjóinn, sjófótabað, slökun og hugleiðsla
 • Heimferð og komið í bæinn um kl. 18.00

Verð:  Lækkað verð vegna hagstæðra þjónustusamninga 38.500 (45.500 kr).  Snemmskráning: 10% afsláttur ef bókað er fyrir 1. maí.

Innifalið: 

 • Rútuferðir og leiðsögn
 • Næringar- og heilsunámskeið
 • Kvöldverður og morgunmatur
 • Gisting í svefnpokaplássi í 2-3ggja manna herbergjum. Lak á rúmum og koddi með koddaveri.
 • Hádegisverður báða dagana og te/kaffi
 • Jóga í náttúrunni og jóga nidra að kvöldi (inni)
 • Leiðbeiningar um hugleiðslu, öndun og slökun
 • Uppskriftir og fræðslupunktar um næringu og heilsu
 • Áætlunar- og markmiðablöð til sjálfseflingar og stefnumótunar
 • 30% afsláttur af ráðgjöf hjá námskeiðshöldurum (næringarráðgjöf / náms- og starfsráðgjöf)

Skráning  í síma 899 8588 og í tölvupósti til: hronn@thinleid.is eða heida@heidabjork.com

Verðskilmálar: Við skráningu þarf að greiða 5.000 kr. staðfestingargjald og ganga þarf frá greiðslu í síðasta lagi 1 viku fyrir brottför. Lágmarksfjöldi eru 6 manns til að ferð sé farin. Endurgreitt er að fullu ef forföll eru tilkynnt viku fyrir brottför en annars er 50% endurgreitt ef afboðað er minna en viku fyrir brottför. Takmarkað pláss.

Hikið ekki við að hafa samband með spurningar og vangaveltur um sérþarfir eða annað.

Námskeiðshaldarar: Heiða Björk Sturludóttir næringarþerapisti, leiðsögumaður ferðamanna í áratugi, og kennari við Fjölbrautaskólann við Ármúla og Hrönn Baldursdóttir jógakennari, leiðsögumaður og náms- og starfsráðgjafi við Fjölbrautaskólann við Ármúla.