JÓGA, slökun og útivist í fjöllum malagahéraðs á Spáni

Útijóga, gönguferðir, hugleiðslur, jóga nidra og gong slökun, námskeið um meltingu og næringu og fleira

jogasmileylitil.jpg

Laust fyrir eina dömu í viðbót í tveggja manna herbergi

 JÓGA, ÚTIVIST, SLÖKUN, HEILSU- OG NÁTTÚRUFRÆÐSLU  FLÉTTAÐ SAMAN

Dagskrá:  Hópurinn hittist þann 1. júní í miðborg Malaga og saman tökum við stóra leigubíla upp í fjöllin, þar sem heilsusetrið Casa Rural Ahora er staðsett. (Sjá myndir neðst á síðunni) Þeir sem vilja kynna sér Malagaborg áður en lagt er í hann upp eftir geta komið með mér á röltið í menningar og skemmtidagskrá um Malagaborg daginn áður, þ.e. 31. maí.  Kíkt á ströndina, miðbæinn og endað á dásamlega skemmtilegum baskneskum pintxos smáréttabar. 

Gist er í tveggja til þriggja manna herbergjum og fylgir sér baðherbergi hverju herbergi.  Við munum næra musteri sálarinnar á orkugefandi og hreinsandi grænmetisfæði, sem ekki er aðeins ljúffengt, heldur einnig fallega framborið.  Til að hjálpa til við slökun og hreinsun líkamans er boðið uppá leir- og magnesiumbað ásamt því sem hægt er að kaupa heilnudd á staðnum.  Góð aðstaða er til sólbaða, bæði í garðinum við aðalbygginguna sem og niðri við á. Góðar gönguleiðir eru í nágrenninu s.s. upp að Hrægammagljúfri, þar sem uppsprettulind gerir okkur kleift að synda í kristaltæru vatni með fallegan gróður og fjallasýn á allar hliðar. 

Á staðnum eru jógamottur en gott getur verið að koma með eitt létt flísteppi með sér fyrir jóga nidra slökunina á kvöldin.  Skipt er um handklæði tvisvar sinnum í viku á herbergjunum. WC pappír og náttúruleg sápa er á baðherbergjunum. það má nefna að sápan er framleidd á staðnum og algerlega laus við aukaefni.  Þar sem þetta er svokölluð ,,sveita ferðamennska" eða turismo rural, er ekki sami lúxusinn eins og á hótelherbergjum í borgum, þar sem herbergi eru þrifin daglega og ísskápar inná herbergjum. Þetta er búgarður í miðri náttúrunni, við endimörk þorpsins El Colmenar sem er í Malaga héraði. 

Aðalbyggingin. Hér stend ég í dyrum eina svefnherbergisins sem státar af tvíbreiðu rúmi.

Dagskrá:

Dagskrá hefst á laugardegi 1. júní kl. 18:00 með kynningarhring. Kvöldmatur kl. 20:00.

Dagskrá lýkur föstudaginn 7. júní eftir morgunjóga og morgunverð.

Hver dagur hefst á jóga í jógatjaldinu frá 8:10 - 9:50

Morgunverður kl. 10:00 - 11:00

Frjáls tími fram að hádegisverði. Stundum farið í göngu. Aðra daga fara þeir í nudd eða leirbað, sem það eiga bókað.  

Hádegisverður kl. 14:00-15:30 (aðal máltíð dagsins)

Frjáls tími fram að kvöldverði. Nudd eða leirbað hjá þeim sem það eiga bókað.

Fræðsla fyrsta daginn, bæði um lífræna búskapinn og heilsufyrirlestur um áhrif næringar á andlega og líkamlega heilsu og kosti þess að styðja við hreinsun líkamans.   

Kvöldverður kl. 19:30 - 21:00 (létt máltíð s.s. súpa og salat)

Jóga Nidra og Gong tónheilun kl. 21:00 - 22:00

Verð:  1200 Evrur (163.000 kr . eins og staðan á evrunni er í apríl)  Snemmskráning: 10% afsláttur ef greitt er fyrir 1. mars.

Innifalið: 

 • Jóga á morgnana (að mestu kundalini yoga)

 • Jóga nidra djúpslökun og Gong tónheilun á kvöldin

 • Næringar- og heilsunámskeið (2-3 klst)

 • Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður á meðan á dvöl stendur

 • Te í boði yfir daginn

 • Filterað vatn til drykkjar

 • Gisting í tveggja- og þriggja manna herbergjum með baði

 • Handklæði, sápa og sængurfatnaður. (skipt um tvisvar sinnum á meðan dvöl stendur)

 • Eitt leir- og magnesium bað. Hægt er að fara oftar ef vill og greiða þá sérstaklega fyrir það.

 • Einn stuttur göngutúr (um 1 klst), einn göngutúr um 2-3 klst og einn lengri göngutúr (um 2 klst gangur fram og til baka og síðan stoppað og fyrir bað á áfangastað. Samtals um 3-4 klst) upp í Hrægammaglúfur þar sem við getum baðað okkur í tærri ánni.

 • Stutt fræðsla um lífræna ræktun á búgarðinum Casa Rural Ahora, gengið um appelsínulundinn.

 • Fyrir þá sem vilja mæta degi fyrr til Malaga verður heilsað sameiginlega upp á nokkra skemmtilega staði og kíkt aðeins á ströndina.

Skráning  í síma 8650154 og í tölvupósti til:  heida@heidabjork.com

Verðskilmálar: Við skráningu þarf að greiða 30.000 kr. staðfestingargjald og ganga þarf frá greiðslu í síðasta lagi 4 vikum fyrir ferð. Ekki er endurgreitt ef forföll eru tilkynnt með minna en 4 vikna fyrirvara. Ef afbókað er fyrir þann tíma er öll upphæðin endurgreidd fyrir utan staðfestingargjaldið.  Takmörkuð pláss.

Reikningsupplýsingar: Ást og Friður ehf, kt. 610717-1010, 133 - 26- 610717

Námskeiðshaldari og leiðangursstjóri: Heiða Björk Sturludóttir næringarþerapisti, kundalini jógakennari, leiðsögumaður og framhaldsskólakennari og með í för og til halds og trausts verður Þröstur Sverrisson leiðsögumaður og sagnfræðingur sem leiðir gönguferðirnar.

Nuddarar verða á staðnum sem bjóða uppá nudd alla dagana.

Myndasyrpa frá Casa Rural Ahora búgarðinum,  þorpinu El Colmenar, ánni sem rennur fyrir neðan, Hrægammagljúfri og mynd úr einum af fallegum görðum Malaga borgar.