NÁMSKEIÐ Í ÞRJÁR VIKUR Á HREINU MATARÆÐI - FRÆÐSLA UM MELTINGU, NÆRINGU OG HEILSU

ÉG SKAL OG ÉG GET! Þrjár heilsueflandi vikur. 
Hreint mataræði í þrjár vikur - fræðsla um meltingarkerfið, mataræði og áhrif umhverfis á heilsu. 

1. maí - 22. maí 2017,  Þrír fundir á mánudagskvöldum frá kl. 19:00 - 21:30.   1., 8. og 22. maí. 

NÁMSKEIÐ: Talið er að þrjár vikur nægi mörgum til að brjóta upp gamlan vana, og skapa nýjan.  Á þessu námskeiði er markmiðið að búa til nýjan vana í meðferð okkar á líkamanum. Víxlverkun er á milli líkama og sálar og sálin nýtur því góðs af góðri umhirðu líkamans.  Í því markmiði munum við stilla okkur inná hreint mataræði í þrjár vikur og fylgja leiðbeiningum og uppskriftum sem stuðla að betri heilsu. Til að styðja við heilbrigða líkamsstarfsemi, þarf að næra líkamann með því sem styrkir hann og hjálpa honum að losa út eiturefni sem annars geta valdið veikindum. 

Á námskeiðinu er virkni meltingarkerfisins útskýrð og áhrif næringar á heilsu. Fjallað er um eiturefni í matvælum og umhverfinu og hvernig hægt er að lágmarka inntöku þeirra. Ýmsar aðferðir eru kenndar sem geta bætt heilsu s.s. notkun jurta, hugleiðsla, vatnsmeðferð og öndunaræfingar. 

Hvað verður gert og hvað má borða?  Fæðan sem er útilokuð í þessar þrjár vikur er unnin fæða s.s. dósa- og pakkamatur, pylsur, kjötfars, kjúklinganaggar og allt slíkt. Öll fæða með aukaefnum s.s. rotvarnarefnum, litarefnum, þráavarnarefnum, gerfisætu, kemískum bragðefnum o.s.frv. Glúteni er sleppt og mjólk og mjólkurvörum. Kjöti, öðru en lamba- og  kjúklingakjöti er sleppt.  Hægt er að velja úr uppskriftum fyrir allar 3 máltíðir dagsins en aðeins ein máltíð er föst máltíð, þ.e. hádegisverðurinn. Kvöldverður er léttari máltíð og reynt að borða ekkert eftir kvöldmat. Námskeiðið byggir að hluta á bók Dr. Alejandro Junger, Hreint mataræði sem kom út 2015. 

Hvatt verður til daglegrar hreyfingar og annarrar heilsubætandi ástundunar, um leið og næringin er tekin í gegn . 

Hámarksfjöldi á námskeiðinu er tólf manns.

Verð:  9.000 kr.   [2000 kr afsláttur fyrir vini Heilsuráðgjafar Heiðu]

Staðsetning: Álfhólsvegur 20a, 200 Kópavogur.

Innifalið: 

  • Þrír fundir með fræðslu um meltingarkerfið, næringu og heilsu. Á fyrsta fundi verða heilsuvikurnar þrjár útskýrðar og undirbúnar. Leiðbeiningar og uppskriftir afhentar.
  • Fræðslupunktar um næringu og heilsu.
  • Hollustunasl á fundum. 
  • Stuðningur á milli funda á Facebook hópi námskeiðsins. Það er auðveldara að halda dampi með stuðningi hópsins.

Skráning  í síma 8650154 eða í tölvupósti til:  heida@heidabjork.com

Námskeiðshaldari: Heiða Björk Sturludóttir næringarþerapisti, Sjá nánar um Heiðu hér