Tólf helstu kemísku efnin til að forðast

Maturinn okkar á að vera nærandi og skaðlaus heilsunni okkar.

Janúar 2023

Í Bandaríkjunum eru um 10.000 kemísk efni leyfð í matvælaframleiðslu eins og í brauði, sætabrauði, sælgæti, pakkamat, dósamat, gosdrykkjum, unnum kjötvörum og morgunkorni. Mikið af þessum matvælum eru til sölu hér á landi. Mörg efnanna eru bönnuð í matvælaframleiðslu innan Evrópusambandsins en þar eru jafnt sem áður mikið um kemísk eiturefni líka, þó það sé minna en í Bandaríkjunum. Evrópusambandið bannar einnig notkun á ýmsum eiturefnum sem leyfð eru í húsdýrahaldi í Bandaríkjunum eins og hormóna. Sjá hér grein um það hvaða efni eru bönnuð í Evrópusambandinu en leyfð í Bandaríkjunum. https://www.nytimes.com/2018/12/28/well/eat/food-additives-banned-europe-united-states.html

Í breytingum sem voru gerðar árið 1958 á Lögum um fæðu, lyf og snyrtivörur fékk Fæðu og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) heimild til að banna kemísk efni sem talin eru krabbameinsvaldandi, en tekið var fram að þau efni sem áður var byrjað að nota, mátti halda áfram að nota þrátt fyrir lagabreytinguna.

Nær öll kemísk íblöndunarefni frá árinu 2000 hafa verið skilgreind sem örugg af fæðuframleiðendum og efnaframleiðendunum sjálfum. Þau fá stimpilinn Generally Recognised as Safe. Matvæla og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur sjálf ekki rannsakað það hvort þessi efni eru í skaðlaus heilsu okkar. Mörg efnanna eru talin (af óháðum aðilum, ekki framleiðendunum sjálfum) geta haft mjög skaðleg áhrif eins og krabbameinsvaldandi, hafa skaðleg áhrif á þroska fósturs og hormónaraskandi. Sjá upplýsingar hjá Environmental Working Group https://www.ewg.org/sites/default/files/2022-07/EWG_DD-FoodChem_C02.pdf

Hér kemur listinn frá 2022 yfir tólf skaðlegustu kemísku íblöndunarefnin í matvælum EWG.org

Þessi mynd er tekin úr grein þar sem fjallað er um eiturefni í fæðunni okkar í netritinu Mail Online. https://www.dailymail.co.uk/health/article-11592103/Hidden-toxins-favorite-foods-treats-REVEALED.html

Efnið sem notað er í kveikjaralög og er jafnframt notað í kjúklinganagga í Bandaríkjunum er á listanum hér fyrir ofan og kallast þar TBHQ.