NÆRINGARRÁÐGJÖF

Metingarvegurinn og næringin

Næringarráðgjöfin byggir á vísindalegum rannsóknum á virkni meltingarkerfis og áhrifum næringarefna á líkamann. Um leið er austrænni nálgun á heildræna heilsu beitt. Ég nota ýmsar aðferðir náttúrulækninga samhliða næringarmeðferð, ef ástæða er til, svo sem öndun, slökun og bætiefni.   

Þessi nálgun miðar að því að styðja við náttúrulegt batakerfi líkamans sjálfs til að vinna á margvíslegum einkennum, svo sem brjóstsviða, uppþembu, harðlífi, niðurgangi, liðverkjum, vindgangi, vöðvaverkjum, kolesterol, kinnholubólgum, orkuleysi, einbeitingarskorti, svefntruflunum, háþrýstingi, húðvandamálum og depurð svo eitthvað sé nefnt. 


Næringarefnin verða að vera í jafnvægi til að gefa góða orku yfir daginn og til sjá líkamanum fyrir nauðsynlegum efnum til að halda hinni flóknu starfsemi hans gangandi.  Meltingarvökvar verða að sama skapi að vera nægir svo næringarefnin úr fæðunni nái að meltast og frásogast út í blóðrásina. Margt getur sett meltinguna úr lagi, þar á meðal langvarandi lélegt mataræði og streita en oft þarf ekki mikið til að kippa meltingu í betra far.

Heilsuráðgjöf

Heildstæð næringarþerapía:

  • Fyrsta heimsókn (1,5 klst) 16. 000 kr.

  • Endurkoma (45 mín) 10.000 kr

  • Tilboð: Fyrsta heimsokn og 1 endurkoma 23.000 kr

Fyrsta heimsókn er ítarlegt viðtal sem tekur  um 1,5 klst.  Farið er yfir sögu einkenna, lífstíl og aðstæður til að reyna að komast að kjarna málsins.  Ekki þarf að vera um heilsufarsvanda að ræða, hægt er að koma til að fræðast um næringu og lífsstíl sem forvörn.
Fræðsla fer fram í fyrstu heimsókn, sem síðan er hægt að fylgja eftir með skýrslu sem send er í tölvupósti ef áhugi er fyrir hendi. Verð fyrir skýrslu er 5000 kr.

Endurkoma

Gott er að koma aftur eftir 1-3 mánuði, til að ræða næstu skref. Oft gerist þess þó ekki þörf og margir halda áfram á eigin vegum. Hægt er að senda fyrirspurn í tölvupósti ef spurningar vakna. 

Ayurveda heilsugreinir

  • Fyrsta mæling 10.000 kr

    Staða líkamsorkugerðanna þriggja, Vata, Pitta og Kapha eru mældar og ráð gefin til að koma jafnvægi á. Skýrsla send í tölvupósti. Einnig er skoðað hvernig staðan á meridians er, þ.e. líffærakerfunum tólf. Margt fleira er hægt að skoða s.s. streitu í líkamanum og heildarorku.

  • Endurkoma til að fylgjast með breytingum: 5000 kr

Námskeið eða fyrirlestrar

Hægt er að panta námskeið eða fyrirlestur fyrir hópa. Sem dæmi um efni má nefna ,,meltingarkerfið og hvað getur farið úrskeiðis þar",  ,,Sólin, svefninn og heilsan",  ,,Áhrif streitu á meltingu og efnaskipti." 

Næringarráðgjöfin fer fram í húsnæði Stjórnunar, Ármúla 38. Gengið inn frá Selmúla.