Maí 2018

Góð melting

1.    Hægðu á þér á matmálstímum. Borða rólega, þá setur þú slakandi hluta ósjálfráða taugakerfisins af stað og meltir matinn betur. Ekki borða á hlaupum

2.    Djúpöndun. Taktu 5-10 djúpa andardrætti áður en byrjar að borða. Með súrefninu meltir þú matinn betur, efnaskiptin örvast og þú framleiðir þá meltingarvökva sem þú þarft.

3.    Mundu eftir ánægjunni. Útbúðu fallegan og góðan málsverð. Ánægjan bætir meltinguna.

4.    Borða með núvitund. Vertu meðvituð um hvern matarbita sem þú setur ofan í þig og hvern sopa. Veittu hverjum bita athygli og ekki gera annað á meðan þú borðar s.s. horfa á sjónvarp, lesa blöð eða vera í tölvunni.

5.    Salat eða súrkál.  Biturt salat s.s. klettasalat, Swiss Chard, grænkál, fíflablöð og fleira örvar framleiðslu magasýru og við meltum matinn betur fyrir vikið. Miðjarðarhafsþjóðirnar kunna þetta og eru gjarnan með salat í forrétt. Súrkál bætir meltinguna því með því aukum við sýru í maga sem er nauðsynleg fyrir góða meltingu. Góðgerlarnir í súrkálinu bæta einnig meltinguna.

6.    Góðgerlar. Sýklalyf, getnaðarvarnapillan, unnin kolvetni (s.s. sykur, kartöfluflögur og hvítt hveiti í kökum, kexi, brauði og pasta) skaða þarmaflóruna. Þarmaflóran eru góðgerlarnir s.s. Lactobacillus acidophilus og Bifidobacterium bifidus. Langvarandi streita getur einnig skaðað hana. Súrkál og trefjarík matvæli s.s. grænmeti, hnetur og möndlur styðja við þarmaflóruna.  Oft þarf að taka inn öfluga blöndu af meltingargerlum, þegar melting er komin í óefni.  Þá skiptir máli tegund gerlanna og fjöldi þeirra. 

7.    Streita.  Streituviðbrögðin geta hægt á framleiðslu meltingarvökva sem við þurfum á að halda til að brjóta matinn niður og ná næringarefnum úr honum. Djúpöndun gefur líkamanum merki um að slaka á og þá getur  þannig bætt meltingu. 

8.    Fögnum og verum þakklát. Hin stórkostlega alheims-vitund sem skapti okkur, færði okkur matinn inní sköpunarverkið.  Verum þakklát og leyfum þakklæti að vera hluti af máltíðinni og afstöðu okkar til næringar.  Fögnum næringunni sem við getum gefið líkamanum.

9.    Slepptu og lifðu. þegar máltíð er lokið, er tími til kominn að halda áfram með lífið. Slepptu öllum áhyggjum af matnum og þyngd. Slepptu allri sektarkennd og skömm og notaðu alla næringuna sem þú varst að innibyrða til að kynda undir sköpunarkrafti þínum, sinna stórkostlegum verkefnum og fylla heiminn af ást... 

 

2015. Institute for the Psychology of Eating. www.psychologyofeating.com