Jóga, slökun og útivist í fjöllum Suður-Spánar - Júní 2020

sítrónutré.jpg
sítrónutré.jpg

Jóga, slökun og útivist í fjöllum Suður-Spánar - Júní 2020

1,250.00

Dásamlega heilandi, hreinsandi, slakandi og bætandi náttúruupplifun á Suður-Spáni.

Quantity:
Add To Cart

15. - 21. JÚNÍ 2020

Komdu með í heilsuferð til Andalúsíuhéraðs á Spáni. Farið verður í göngur um fjöllin og skóginn, farið í jóga á morgnana, slakað með yoga nidra og Gong tónheilun á kvöldin. Hreinsandi og slakandi leir- og magnesiumbað og afslappandi nudd. Fræðsluerindi um áhrif næringar á andlega og líkamlega heilsu. Við lítum á þessa viku í fjöllunum sem næringu fyrir líkama og sál og helgast máltíðirnar af því og eru því heilsubætandi grænmetisréttir sem bæði eru ljúffengir og heilandi. Við hittumst í Malagaborg og njótum fegurðar og mannlífs borgarinnar saman. Förum síðan saman eftir hádegi næsta dag í rútu upp í fjöllin þar sem heilsubúgarðurinn Casa Rural Ahora er staðsettur. Hver og einn kemur sér sjálfur til Malaga.

Á staðnum eru jógamottur en gott er að koma með eitt létt flísteppi og púða með sér fyrir jóga nidra djúpslökunina á kvöldin. Skipt er um handklæði tvisvar sinnum í viku á herbergjunum. WC pappír og náttúruleg sápa er á baðherbergjunum. það má nefna að sápan er framleidd á staðnum og algerlega laus við aukaefni. Þar sem þetta er svokölluð ,,sveita ferðamennska" eða turismo rural, er ekki sami lúxusinn eins og á hótelherbergjum í borgum, þar sem herbergi eru þrifin daglega og ísskápar inná herbergjum. Þetta er búgarður í miðri náttúrunni, við endimörk þorpsins El Colmenar sem er í Malaga héraði.

Dagskrá:

Dagskrá hefst á mánudegi 15. júní kl. 18:00 með kynningarhring. Kvöldmatur kl. 20:00.

Dagskrá lýkur sunnudaginn 21. júní eftir morgunjóga og morgunverð.

Hver dagur hefst á jóga í jógatjaldinu frá 8:00 - 9:40

Morgunverður kl. 9:45 - 10:45

Frjáls tími fram að hádegisverði. Stundum farið í göngu. Aðra daga fara þeir í nudd eða leirbað, sem það eiga bókað.  

Hádegisverður kl. 14:00-15:30 (aðal máltíð dagsins)

Frjáls tími fram að kvöldverði. Nudd eða leirbað hjá þeim sem það eiga bókað.

Fræðsla fyrsta daginn: heilsufyrirlestur um áhrif næringar á andlega og líkamlega heilsu og kosti þess að styðja við hreinsun líkamans.  Þeir sem vilja, getið fengið heilsugreiningu með VedaPulse Ayurveda heilsugreininum á sérkjörum. Þar er líkams-orkugerðin mæld (Vata - Pitta - Kapha) ásamt streitu og heildarorku líkamans og stöðu líffærakerfanna (meridians).  Aðeins pláss fyrir 7 þátttakendur í VedaPulse greiningu þar sem sú mæling þarf að fara fram að morgni, fyrir morgunmat.

Kvöldverður kl. 19:30 - 21:00 (létt máltíð s.s. súpa og salat)

Jóga Nidra og Gong tónheilun kl. 21:00 - 22:00

Ekki þarf að hafa reynslu af jóga til að taka þátt.

Verð:  1250 Evrur (170.000 kr . eins og staðan á evrunni er í september 2019)  Snemmskráning: 10.000 kr afsláttur ef greitt er fyrir 1. mars.

Verðskilmálar: Við skráningu þarf að greiða 30.000 kr. staðfestingargjald og ganga þarf frá fullri greiðslu í síðasta lagi 4 vikum fyrir ferð. Ekki er endurgreitt ef forföll eru tilkynnt með minna en 4 vikna fyrirvara. Ef afbókað er fyrir þann tíma er öll upphæðin endurgreidd fyrir utan staðfestingargjaldið.

Innifalið: 

 • Jóga á morgnana (að mestu kundalini yoga)

 • Jóga nidra leidd djúpslökun og Gong tónheilun á kvöldin

 • Jógamottur

 • Næringar- og heilsunámskeið (2-3 klst)

 • Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður á meðan á dvöl stendur

 • Te í boði yfir daginn

 • Filterað vatn til drykkjar

 • Gisting í tveggja- og þriggja manna herbergjum með baði. Einnig er í boði að gista í sér húsi með prívat garði, þar sem svefnpláss eru fjögur. Húsið er hinumegin við götuna eða í 1 mínútu fjarlægð frá búgarðinum.

 • Handklæði, sápa og sængurfatnaður. (skipt um einu sinni á meðan á dvöl stendur)

 • Eitt leir- og magnesium bað. Hægt er að fara oftar ef vill og greiða þá sérstaklega fyrir það.

 • Einn stuttur göngutúr (um 1 klst), einn göngutúr um 2-3 klst og einn lengri göngutúr (um 2 klst gangur fram og til baka og síðan stoppað fyrir nesti og bað á áfangastað, sem er hið dásamlega fallega Hrægammagljúfur. Samtals um 3-4 klst).

 • Stutt fræðsla um lífræna búgarðinn og heilsusetrið Casa Rural Ahora.

 • Fyrir þá sem vilja mæta degi fyrr til Malaga verður heilsað sameiginlega upp á nokkra skemmtilega staði og borðað saman um kvöldið. Annars hittast allir þann 15. júní og taka rútu saman uppí fjöllin.

Verð er 1250 Evrur sem eru um 170.000 krónur í september 2019. Hægt er að borga með PayPal á þessari síðu eða leggja inná reikning hjá Ást og Frið. Hafið samband til að fá reikningsupplýsingar..

Nánari upplýsingar og skráning  í síma 8650154 og í tölvupósti til:  heida@heidabjork.com

Eldhus.jpg

Næringarríkt og bragðgott grænmetisfæði

sítrónutré.jpg

Á búgarðinum eru ræktaðar sítrónur og appelsínur sem við getum tínt af trjánum að vild.