HINN FULLKOMNI NÝÁRSKOKTEILL: NÆRING, LÍFSTÍLL OG JÓGA!

Jogasetrid2.jpg

Næring og lífstíll hefur mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Með réttu mataræði, bætiefnum og jurtum má bæta meltingu og upptöku næringarefna úr fæðunni, styðja líkamann í að losa sig við úrgangs- og eiturefni, og styrkja taugakerfi til að stuðla að ró í sinni og skinni. Jóga vinnur úr annarri átt að sama markmiði og með reglulegri ástundun finna flestir fyrir mikilli bót á líðan sinni. Saman er þetta því hinn fullkomni nýárskokteill: jóga, næring og lífstíll. 

13. JANÚAR
• Fræðsla um næringu og meltingu - hvað er algengt að fari úrskeiðis í því ferli og leiðir til úrbóta. 
• Uppskriftir og punktar sem tengjast fræðslu dagsins.
• Jógaæfingar sem styrkja meltingu. 
• Hreinsandi drykkur í hléi

20. JANÚAR
• Fræðsla um nauðsyn þess að losa líkamann við úrgangsefni og eiturefni sem berast í gegnum fæðu, drykk og snyrtivörur svo eitthvað sé nefnt. Hvaðan koma eiturefnin og hvernig er hægt að styðja líkamann í sínum hreinsunarstörfum?
• Jógaæfingar sem styrkja hreinsun og útskilnað eiturefna. 
• Uppskriftir og punktar sem tengjast fræðslu dagsins.
• Hreinsandi drykkur í hléi

27. JANÚAR
• Fræðsla um næringu, bætiefni, jurtir og lífstíl sem getur stuðlað að styrkara taugakerfi s.s. betri einbeitingu, bættum svefni og meiri ró í líkama og sál. 
• Uppskriftir og punktar sem tengjast fræðslu dagsins.
• Jógaæfingar sem styrkja taugakerfi. 
• Hreinsandi drykkur í hléi

Verð með opnu mánaðarkorti er 28.000 kr.
Verð án mánaðarkorts í jóga er 18.000 kr.
20% afsláttur fyrir korthafa Jógasetursins (14.500 kr)

Skráning hjá Jógasetrinu: jogasetrid@jogasetrid.is

Kennari: Heiða Björk Sturludóttir, kundalini jógakennari og næringarþerapisti.

UM HEIÐU BJÖRK:
Heiða Björk er með vefinn, www.heidabjork.com

Menntun
Nám hjá Jógasetrinu í Kundalini Yoga – Útskrift haust 2017
Næringarþerapía (Naturopathic Nutritional Therapy) – þriggja ára nám við Natural Healthcare College á Englandi – DipNNT 2016
Nám í efnafræði og líffræði – Canadian College of Naturopathic Medicine 2009
MA Umhverfisfræði – Universidad Carlos III – 2000
Leiðsögumannapróf – Leiðsöguskólinn í Kópavogi - 1996
BA Sagnfræði – Háskóli Íslands – 1995

Umsagnir um námskeið með Heiðu:
Heiða hefur smám saman verið að byggja upp sín frábæru námskeið: Þau sem hafa sótt þau hafa m.a. þetta um málið að segja.

,,Námskeið Heiðu er mjög fróðlegt og gagnlegt. Meira að segja fyrir mann sem taldi sig vera í góðum málum varðandi hollustu og næringu. Heiða fer yfir víðan völl og fléttar inní næringarfræðin hugleiðslu, djúpöndun og ýmsu fleira sem snertir andlega og líkamlega líðan. Hún er mikill viskubrunnur og endalaus uppspretta af skemmtilegheitum.”
-Marteinn Þórsson, kvikmyndagerðarmaður.

,,Frábær kennari sem kom efninu virkilega vel frá sér." 
- þátttakandi á námskeiðinu Að vera leikinn í heilbrigðu líferni sem Heiða Björk hélt hjá Endurmenntun