FERÐIR OG NÁMSKEIÐ

HEILDRÆN HAUSTHREINSUN MEÐ AYURVEDAÍVAFI 16. SEPTEMBER Kl. 18-20:30

tibetskál.jpg

Spilað á tíbetska skál og gong í lok námskeiðs.

Á þessu áhugaverða og árangusríka námskeiði verður fjallað um leiðir líkamans til að losa sig við úrgangs- og eiturefni og skoðað hvað hægt er að gera um leið hvað getur farið úrskeiðis.

Farið verður yfir hvernig best er að hefja nokkurra daga lifrarhreinsun, sem byggir á því að borða áveðinn mat og taka inn viss bætiefni sem styðja við hreinsun lifrarinnar. En um leið er talað um hvaða matur og drykkir gera lifrinni erfitt fyrir. Jafnframt mun ég styðjast við hinn magnaða þekkingagrunn Ayurvedafræðanna sem leggja áherslu á að koma jafnvægi á hugar/líkamsgerðirnar þrjár, vata, pitta og kapha. LESA MEIRA

HEILSUDEKUR AÐ SUMRI - EIN EÐA TVÆR VIKUR 24. JÚNÍ - 5. JÚLÍ

JÓGA NIDRA DJÚPSLÖKUN.

JÓGA NIDRA DJÚPSLÖKUN.

Djúsí heilsudekur fyrir þá sem verða í bænum síðustu vikuna í júní og/eða fyrstu vikuna í júlí. Þú ræður hvort þú kemur í eina viku eða tvær. Fræðslu um næringu og lífstíl er fléttað saman við heilsueflandi æfingar, djúpslökun og hugleiðslu. Djúsar sem bæði hreinsa og styrkja taugakerfi og ónæmiskerfi verða í boði í upphafi hvers tíma. LESA MEIRA.

Jóga og Næring - Upp með heilsuna!
Skráning fer að hefjast á þetta öfluga 6 vikna námskeið sem hefst 22. janúar og lýkur 26. febrúar. LESA MEIRA.

hamaca-morera-casa-rural-ahora.png

Ferð til Spánar á Eco-búgarðinn Casa Rural Ahora í Malaga héraði  1. - 7. júní 2019
Farið verður í göngur um fjöllin og skóginn, farið í jóga á morgnana, slakað með yoga nidra og  Gong tónheilun á kvöldin. Við fáum jafnframt stutta fræðslu um lífrænan búskap bændanna í Ahora, þar sem lífrænn búskapur á appelsínum og  sítrónum er í hávegum hafður. Hreinsandi og slakandi leir- og magnesiumbað og afslappandi nudd. Fræðsluerindi um áhrif næringar á andlega og líkamlega heilsu.  Ljúffengt, hreinsandi og heilandi grænmetisfæði.  Við hittumst í Malaga þann 31. maí og njótum Malagaborgar saman. Förum síðan saman eftir hádegi næsta dag í bíl upp í fjöllin til Casa Rural Ahora. Hver og einn kemur sér sjálfur til Malaga. Byrjað er að taka við skráningum á heida@heidabjork.com.  Hér má lesa nánar um Jógaferðina til Casa Rural Ahora

 

Heillandi hugur-salur.jpg

Jóga og Næring - Upp með heilsuna! Átta vikna námskeið 3.september - 29. október 2018
Fyrra námskeiðið heppnaðist frábærlega og nú á að endurtaka leikinn.  Kennt er tvisvar í viku - mánudaga og miðvikudaga kl.  19-21. Jógatímar í bland við Jóga Nidra djúpslökun og  Gong tónheilun og  heilsufræðslu s.s. þarmaflóruna, eiturefni í umhverfinu, áhrif dagsbirtu og birtu frá skjám, magsaýrur og meltingarensími svo eitthvað sé nefnt. LESA MEIRA

 

Heildræn vorhreinsun fyrir lifur og lund, Systrasamlagið Óðinsgötu 1, 10. apríl kl. 18:45 - 21:30.  UPPSELT. ANNAÐ NÁMSKEIÐ VERÐUR HALDIÐ 12. APRÍL
Nauðsynlegt er að hreinsa til í líkamanum endrum og sinnum og losa sig við úrgangsefni og eiturefni sem safnast upp í vefjum líkamans. Á þessu námskeiði verður fjallað um leiðir líkamans til hreinsunar, hvaðan koma úrgangs- og eiturefnin og punktar afhentir til að styðja fólk af stað í nokkurra daga lifrarhreinsun. Einnig verður rætt um hinn fíngerari lög okkar, sem er hugurinn og hvernig þar þarf að taka til reglulega líka. Í lokin verður 10 mín Gong hugleiðsla sem hreinsar og nærir. LESA MEIRAJógagöngu og heilsuferð í Þjórsárdal, 8. - 10. júní 2018
Hvernig væri að skella sér með okkur í hálendisferð? Okkur finnst alveg tilvalið að hlaða batteríin í fallegri hálendisnáttúrunni, styrkja sig með útijóga, gönguferðum, hugleiðslu, slökun og hlusta inná milli á fræðslu um meltinguna, næringu, lifrina, svefninn, markmiðssetningu, kulnun og fleira. LESA MEIRA...
 

Stutt rabb hjá ,,Bara það besta 2018" sem haldið verður í Bíó Paradís, sunnudaginn 28. janúar. LESA MEIRA.
 

Hádegisfyrirlestur hjá Krabbameinsfélaginu, um áhrif næringar og lífsstíls á heilsu, miðvikudaginn 24. janúar.  LESA MEIRA.


Jóga og næring fyrir andlega upplyftingu - 6 vikna námskeið frá 29. nóv - 7. mars
Á þessu námskeiði verður næringu og jóga fléttað saman í tveggja tíma langa jógatíma. Hver þátttakandi fær að auki einkatíma í næringarþerapíu/næringarráðgjöf. Fræðsla um ýmis atriði sem hafa... LESA MEIRA
 

Áhrif næringar og lífsstíls á andlega og líkamlega heilsu. 24. og 25. október í verslun Systrasamlagsins. (UPPSELT Á BÆÐI KVÖLDIN)
Fjallað verður um: Heilsan býr í kviðnum, þarmaflóran, magasýran, svefninn, sólarljósið...LESA MEIRA


Áhrif næringar og lífstíls á andlega og líkamlega heilsu. 26. september (uppselt) og 27. september

Ævi munnbitans verður rakin frá munni til þarma og staldrað við ákveðin atriði sem tengjast næringu og heilsu s.s. áhrif sólarljóssins og svefnsins á heilsuna, gluten, mjólk og  sykur, hvað hægt er að gera til að bæta stífa liði, kólesterólmagn í blóði, háþrýsting... Lesa Meira

Jógagöngu og heilsuferð að Hvítárnesi á Kili 25-27. ágúst. 
Hvernig væri að skella sér með okkur í hálendisferð? Okkur finnst alveg tilvalið að hlaða batteríin í fallegri hálendisnáttúrunni, styrkja sig með útijóga og gönguferðum, hugleiðslu, slökun og hlusta inná milli á fræðslu um svefninn, meltinguna, næringu og fleira. LESA MEIRA...

Kvöldnámskeið í september frá 19 - 21:30. Nánari dagsetning auglýst síðar. 
Ævi munnbitans verður rakin frá munni til þarma og fjallað um leiðir til að takast á við algeng heilsufarsvandamál og fjallað um leiðir til að halda góðri heilsu fram á elliár... LESA MEIRA

Kvöldnámskeið 6. júní frá 19:00 - 21:30
Ævi munnbitans verður rakin frá munni til þarma og fjallað um leiðir til að takast á við algeng heilsufarsvandamál s.s. háþrýsting, liðabólgur, vindgang, hægðatregðu... LESA MEIRA.

Tveggja daga  námskeið 1. - 2. júní
Námskeiðið verður haldið hjá Endurmenntunarstofnun og er hannað með lífsleiknikennara í framhaldsskólum í huga, en opið öllum fagkennurum á öllum skólastigum, enda er heilsa málefni sem varðar alla nemendur og alla kennara. Námskeiðið heitir ,,Að vera leikinn í heilbrigðu líferni. Áhrif næringar og lífstíls á andlega og líkamlega heilsu." Fjallað verður um atriði sem nauðsynleg eru til að njóta góðrar heilsu og vellíðunar og sem geta haft mikil áhrif á t.d. námsárangur, einbeitingu, minni og andlega líðan. Fjallað verður um meltingarkerfið og hvað getur farið úrskeiðis þar og hvernig mataræði og melting getur ráðið úrslitum í góðri heilsu... LESA MEIRA.

Dagsferð 25. maí 2017
Dagskrá:  Farið með rútu frá Reykjavík inn í Hvalfjörð. Á leiðinni fræðumst við um heilsuna, jóga og svæðið sem við ferðumst um. Farið verður í gönguferðir með útijóga, hugleiðslu og slökun. Hádegisverður og heilsunámskeið verður á veitingastað í Hvalfirðinum og á heimleiðinni verður ganga og hugleiðsla í náttúrunni. LESA MEIRA.

ÉG SKAL OG ÉG GET! Þrjár heilsueflandi vikur 1.- 22. maí
Talið er að þrjár vikur nægi mörgum til að brjóta upp gamlan vana, og skapa nýjan.  Á þessu námskeiði er markmiðið að búa til nýjan vana í meðferð okkar á líkamanum. Víxlverkun er á milli líkama og sálar og sálin nýtur því góðs af góðri umhirðu líkamans.  Í því markmiði munum við stilla okkur inná hreint mataræði í þrjár vikur og fylgja leiðbeiningum og uppskriftum sem stuðla að betri heilsu. Á námskeiðinu er virkni meltingarkerfisins útskýrð og áhrif næringar á heilsu. LESA MEIRA.

Helgarferð 13-14 maí 2017
JÓGAFERÐ Á SNÆFELLSNES
Dagskrá:  Farið með rútu frá Reykjavík á Snæfellsnes og verður leiðsögn og fræðsla um heilsuna, jóga og svæðið sem við förum um á leiðinni. Farið verður í gönguferðir með útijóga, hugleiðslu og slökun báða dagana. Gisting að Lýsuhóli þar sem verður heilsunámskeið, kvöldverður og jóganidra. Áhersla verður á náttúruupplifun, núvitund og hugleiðingar um eigin heilsu, markmið og ásetning. LESA MEIRA.

Dagsferð 20. apríl 2017
Dagsferð í Borgarfjörð. Ganga, jóga, hugleiðsla, slökun, náttúruupplifun, sjálfsefling. Fyrirlestur um næringu og heilsu í hádegisstoppi sem verður í Snorrastofu í Reykholti. LESA MEIRA.

Kvöldnámskeið 19. janúar 2017
Heilsan í öndvegi! Elskum friðinn og strjúkum kviðinn á nýju ári! Fræðsla um helstu atriði í meltingu, næringu og lífstíl sem leiðir til betri heilsu. Gerðar æfingar sem m.a. styrkja sogæðakerfi og smakkað á hollustu eins og Kefir og Kimchi súrkáli.   LESA MEIRA.