UM HEIÐU BJÖRK

Fædd í Vestmannaeyjum 1967 en flutti burt í gosinu og settist að í Mosfellsbæ. Stundaði frjálsar íþróttir, dans og handbolta á unglingsárunum og átti minn  hest eins og svo margir í Mosfellsbæ. Mikil áhugamanneskja um heimspeki, lífsspeki, útivist, umhverfismál, andleg fræði, heilsufræði hverskonar, trúarbrögð og er forfallinn dýraaðdáandi.  Starfa sem kennari í Fjölbrautaskólanum við Ármúla samhliða heilsuráðgjöfinni og er  öku-leiðsögumaður fyrir spænsku- og  enskumælandi ferðamenn á Íslandi. Áður starfaði ég við ráðgjöf hjá ráðgjafarstofunni Alta, kynningarmál hjá Bændasamtökunum, sem skjalavörður hjá Háskóla Íslands og við kennslu í ferðafræðum hjá Nýja Ökuskólanum. Meðfram námi vann ég lengst af við umönnunarstörf á Reykjalundi í Mosfellsbæ.

Ég hef sjálf glímt við heilsufarsvandamál þar sem næring, lífstíll og jóga hafa haft mikil jákvæð áhrif. Á son sem losnaði við Tourette´s taugaröskun á örfáum mánuðum með breytingu á næringu og lífstíl. Nokkrum árum síðar þegar hann veiktist aftur og læknar stóðu ráðþrota gagnvart verkjum og orkuleysi, náði hann bata með næringu og yoga. Trú mín á áhrif lífsstíls og næringar er því tilkomin vegna eigin góðu reynslu. OFT ER MATUR BESTA MEÐALIÐ.

Menntun

 • Superhealth námskeið til að losna undan ávana og fíkn - vor 2019

 • Gong therapy námskeið - vor 2018

 • Second level námskeið í kundalini yoga - vor 2018

 • Yoga Nidra leiðbeinandanámskeið - vor 2018

 • Kundalini Yoga kennari - 220 stundir – Útskrift vor 2017

 • Næringarþerapía (Naturopathic Nutritional Therapy) – þriggja ára nám við Natural Healthcare College á Englandi – DipNNT 2016

 • Meirapróf (Aukin ökuréttindi) – Nýi ökuskólinn – 2011

 • Nám í efnafræði og líffræði – Canadian College of Naturopathic Medicine 2009

 • Uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands - 2005

 • MA Umhverfisfræði – Universidad Carlos III – 2000

 • Leiðsögumannapróf – Leiðsöguskólinn í Kópavogi - 1996

 • BA Sagnfræði – Háskóli Íslands – 1995

 • Menntaskólinn við Hamrahlíð – 1989

Netfang: heida@heidabjork.com
Sími: 8650154
Staðsetning: Álfhólsvegi 20a, 200 Kópavogi og Heillandi Hugur, Hlíðasmára 14, Kópavogi

Meðlimur í Samtökum Breskra næringarþerapista NNA-UK